Varað við vetrarblæðingum
feykir.is
Skagafjörður, Austur-Húnavatnssýsla, Vestur-Húnavatnssýsla
11.01.2014
kl. 17.22
Vegagerðin varar við vetrarblæðingum á milli Staðarskála og Víðidals og vegfarendur eru beðnir um að sýna aðgát. Á Norðurlandi er snjóþekja, hálka og hálkublettir ásamt snjókomu eða éljagangi. Þæfingsfærð er á Þverárfjalli en verið að hreinsa.