V-Húnavatnssýsla

Vel heppnað minningarmót hjá GÓS

Sunnudaginn 28. júlí fór fram kvennamót til minningar um Evu Hrund hjá Golfklúbbnum Ós á Vatnahverfisvelli við Blönduós. Alls mættu 22 vaskar konur víðsvegar af landinu og líkt og á síðasta ári lék veðrið við keppendur. Mótið var afskaplega vel heppnað í alla staði og allt gekk eins og best var á kosið. Að móti loknu var boðið upp á vöfflukaffi í matsal Húnaskóla og þar fór einnig fram verðlaunaafhending. 
Meira

Nú verður dansinn stiginn í Árgarði Í Skagafirð

Harmonika virkar mjög flókin og gamaldags en er tiltölulega ungt hljóðfæri, varð ekki til fyrr en á þriðja áratug 19. aldar. Hún virkar þannig að þegar maður blæs eða tregur hana sundur og saman fer loft í gegnum tónfjaðrir sem samanstanda af hljómborði, bassa og belg. Ýmsar stærðir og gerðir eru til af harmonikum og eru þær ýmist með hljómbassa eða tónbassa. Hún er fyrst og fremst danshljóðfæri og eru alls konar dansar dansaðir við hljóma hennar. Harmonikan byrjaði sem hljóðfæri yfirstéttarinnar en á síðari hluta 19. aldar tókst mönnum í Þýskalandi að finna aðferð til að fjöldaframleiða hana. Það varð til þess að verðið á henni lækkaði talsvert og þá höfðu fleiri tök á að fjárfesta í einni slíkri. Talið er að hún hafi komið til Íslands seinni hluta 19. aldar og varð strax geysivinsælt hljóðfæri.
Meira

Grétar Freyr vann sjöunda Hard Wok mótið

Sjöunda Hard Wok háforgjafarmót sumarsins fór fram í gær þar sem 17 kylfingar tóku þátt. Veðrið var frábært og ágætis skor. Sigurvegari mótsins, annað skiptið í röð því hann vann einnig sjötta Hard Wok mótið, var Grétar Freyr Pétursson með 27 punkta.
Meira

Hjólhýsabruni á Löngumýri, Skagafirði

Eldur kviknaði í hjólhýsi á Löngumýri í Skagafirði í dag. Samkvæmt Brunavörnum Skagafjarðar barst tilkynning um brunann kl. 10:59 og var allt tiltækt lið frá Sauðárkróki kallað út. Við komu viðbragðsaðila á staðinn var hjólhýsið gjörónýtt og til happs var að enginn var í hjólhýsinu þegar eldur kom upp. Þá voru engin mannvirki nálægt og gróður í kringum hjólhýsið blautt og iðagrænt og náði því eldurinn ekki að breiðast meira út áður en slökkvibíllinn kom á staðinn.  
Meira

Frábær árangur á Íslandsmóti barna og unglinga í hestaíþróttum

Íslandsmót í barna- og unglingaflokki í hestaíþróttum fór fram í Mosfellsbæ á dögunum og þar átti hestamannafélagið Skagfirðingur flottar fulltrúa sem stóðu sig ótrúlega vel. Í barnaflokki var einn fulltrúi, Emma Rún Arnardóttir, í unglingaflokki kepptu þær Greta Berglind Jakobsdóttir, Hjördís Halla Þórarinsdóttir og Súsanna Guðlaug Halldórsdóttir.
Meira

Norðanpaunk haldið í 10. sinn um verslunarmannahelgina

Um verslunarmannahelgina verður Norðanpaunk, ættarmót paunkara, haldið í 10. sinn á Laugarbakka í Miðfirði. Á vefnum huni.is segir að áhersla hátíðarinnar frá upphafi hefur ávallt verið á óvanalega íslenska jaðartónlist, en nokkrar erlendar sveitir hafa einnig mætt á svæðið og spilað fyrir gesti. Engin breyting verður á því í ár. Allt skipulag Norðanpaunks er í höndum sjálfboðaliða sem samanstanda af hljómsveitameðlimum og gestum hátíðarinnar.
Meira

Emanuel og Alejandro hækka hitastigið í Húnavatnssýslum

Einhverjar mannabreytingar eru í gangi hjá liði Kormáks/Hvatar þessa dagana. Spánski miðjumaðurinn Jorge Garcia Dominguez ákvað á dögunum að halda heim á leið og því hefur stjórn Kormáks Hvatar haft hraðar hendur með að fá inn nýjan mann í hans stað. Sá heitir Emanuel Nikpalj og hefur áður leikið hér á landi, síðast með Þór frá Akureyri árið 2020 í Lengjudeildinni, segir í frétt á Aðdáendasíðunni góðu.
Meira

Helga Margrét heimsmeistari í Kínaskák

Í dag er síðasti dagskrárdagur Elds í Húnaþingi og þar hefur verið bryddað upp á einu og öðru. Nú á föstudaginn fór heimsmeistaramótið í Kínaskák til að mynda fram á Hvammstanga en metþátttaka var í mótinu því alls tóku 80 manns þátt. Það eru meira en helmingi fleiri þátttakendur en í fyrra og kom mótshöldurum í opna skjöldu svo að opna varð inn í annan sal.
Meira

Húnvetningar fjarlægjast fallbaráttuna

Það var mikil hátíð á Hvammstanga í dag þegar lið Kormáks/Hvatar tók á móti knattspyrnukempum Fjallabyggðar (KF) í 2. deildinni og það í miðjum Eldi í Húnaþingi. Það var ekki til að slá á gleðina að heimamenn nældu í öll stigin og klifruðu upp úr tíunda sætinu í það áttunda og eru nú í sjö stiga fjarlægð frá fallsæti. Lokatölur 3-1.
Meira

Mexíkósúpa og gamaldags karamella

Það er Inga Jóna Sigmundsdóttir sem er matgæðingur Feykis í tbl 33 í fyrra. Inga er fædd á því herrans ári 1970 og er alin upp á besta staðnum, Sauðárkróki, eins og hún orðaði það sjálf. Þar hefur hún alltaf búið fyrir utan fjögur ár, tvö ár á Akranesi og tvö ár í Moelven í Noregi. Inga er leikskólaliði á leikskólanum Ársölum og á fjögur börn, Sævar 27 ára, Ásrúnu 26 ára, Eyþór 19 ára og Evu Zilan 11 ára. 
Meira