V-Húnavatnssýsla

„Get talað endalaust um kaffi“

Vala tekur á móti blaðamanni Feykis á heimili sínu, Páfastöðum 2 í Skagafirði, þar sem þær Vala Stefánsdóttir og Rannveig Einarsdóttir hafa búið sér fallegt heimili og eru langt komnar með að útbúa litla kaffibrennslu í skúrnum sem á sumum heimilum er byggður fyrir bíla. Vala hefst strax handa við að útbúa kaffi handa blaðamanni, sem er venjulegur leikmaður þegar kemur að kaffi – kaupir Grænan Braga í búðinni og hellir upp á kaffi í venjulegri kaffivél og hellir því svo á brúsa, drekkur það svo svart og sykurlaust. Það er ekki ferlið sem Vala tekur blaðamanninn með sér í. Hún byrjar á að setja kaffibaunir í kvörn, sem koma frá samnefndu fyrirtæki, Kvörn, sem Vala er hluthafi í. Hún hellir „upp á gamla mátann“ eins og blaðamaður hefur heyrt sagt um aðferðina hennar Völu. Hún malar kaffið í kvörninni og hellir svo soðnu vatni yfir það. Það er kúnst, því bleyta þarf fyrst upp í öllu kaffinu og hægt er að segja til um ferskleika kaffisins eftir loftbólumynduninni þegar vatnið fer yfir kaffið. – Það er vel hægt að fullyrða að fyrir Völu er kaffi ekki bara kaffi.
Meira

Fyrsti sigur Húnvetninga í hús í 2. deildinni

Fyrsti sigurleikur Kormáks/Hvatar kom á Dalvík í gærkvöldi þegar Húnvetningar sóttu heim Knattspyrnufélag Fjallabyggðar. Stigin þrjú voru Húnvetningum kærkomin eftir töp í fyrstu tveimur umferðunum í 2. deildinni. Lokatölur 0-3.
Meira

Ásgeir á tónleikarúnti

Tónlistarmaðurinn snjalli frá Laugarbakka, Ásgeir Trausti, heldur af stað í Einför um Ísland í lok júní og lýkur rúntinum með tónleikum í Ásbyrgi á Laugarbakka 20. júlí. Hann hefur leik 27. júní í Landnámssetrinu í Borgarnesi en heldur síðan meðal annars tónleika í félagsheimilinu á Blönduósi 7. júlí. Lokatónleikarnir verða síðan í Háskólabíói 14. september.
Meira

Knattspyrnuvallahallæri á Norðurlandi vestra og víðar

Þrjú meistaraflokkslið í knattspyrnu þreyja þorrann á Norðurlandi vestra þessa sumarbyrjunina; kvennalið Tindastóls sem spilar í Bestu deild kvenna, Kormákur/Hvöt í 2. deild karla og karlalið Tindastóls í 4. deildinni. Öll þurfa liðin leikhæfa leikvelli til að spila á en þeim er því miður ekki til að dreifa þessa dagana á svæðinu og hafa liðin því þurft að ýmist færa leiki lengra inn í sumarið, spila heimaleiki sína í Eyjafirði eða skipta á heimaleikjum við andstæðinga hverju sinni.
Meira

Þörfin fyrir heimilislækna | Bjarni Jónsson skrifar

Að geta notið þjónustu heimilislæknis er ein af grunnþörfum okkar allra hvar sem við búum á landinu. Það er ekki síður mikilvægt að fólk hafi aðgang að föstum heimilislækni til að tryggja samfellu í þjónustunni. Þurfa ekki sífellt að bera sig upp við nýja lækna með mein sín, áhyggjur eða við heilsufarseftirlit. Aðgengi að góðri heilbrigðisþjónustu í heimabyggð eru grundvallarmannréttindi. Hér á landi höfum við búið við traust opinbert heilbrigðiskerfi þar sem öll eiga sama rétt til þjónustu óháð efnahag og stöðu. Um það er þjóðarsátt.
Meira

Lengi lifi rokkið - Gildran með tónleika í Gránu

Hljómsveitin Gildran fagnar á næsta ári fjörtíu ára afmæli sínu og nú er hafa Skagfirðingar og nærsveitungar tækifæri til að mæta í Gránu nk.laugardagskvöld 18. maí og hefjast tónleikarnir kl. 20:30. Trommari Gildrunnar Kalli Tomm sem fæddur er og uppalinn í Mosfellssveit og hefur búið þar meira og minna öll sín ár er nú búsettur á Hofsósi. Feykir heyrði í nýbúanum á Hofósi og tók tal af honum í tilefni flutninga og komandi tónleika.
Meira

Liðið þarf smá tíma til að slípast saman

„Leikurinn við Reyni var heilt yfir nokkuð vel spilaður. Sóknarlega náðum við að halda betur í boltann en við gerðum á móti Selfossi og við vorum að fá góðar opnanir hátt á vellinum en náðum ekki að nýta þær stöður nægilega vel,“ sagði Ingvi Rafn Ingvarsson, þjálfari Kormáks/Hvatar, þegar Feykir spurði hann út í leikinn gegn Reyni Sandgerði í 2. umferð 2. deildar en leikurinn fór fram á Dalvík um helgina. Leikurinn endaði með 1-3 sigri Sandgerðinga líkt og Feykir sagði frá.
Meira

Landsáætlun um riðuveikilaust Ísland komin í samráðsgátt

Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir matvælaráðherra hefur lagt fram í samráðsgátt landsáætlun um riðuveikilaust Ísland. Áætlunin er unnin af starfshópi sem var skipaður í janúar 2024 og gerir hún ráð fyrir umtalsverðri breytingu á nálgun við útrýmingu riðuveiki frá því sem verið hefur. Horft er frá því að reyna að útrýma riðusmitefninu sjálfu en megináhersla lögð á að útrýma veikinni með ræktun fjárstofns sem ber verndandi arfgerðir gegn smitefninu ásamt áframhaldandi aðgerðum til að hefta mögnun og dreifingu þess.
Meira

Langar ykkur að taka þátt í krakkakosningunum?

Umboðsmaður barna og KrakkaRÚV standa fyrir sínum sjöttu Krakkakosningum, nú í tengslum við forsetakosningarnar sem haldnar verða þann 1. júní nk. Með Krakkakosningum er börnum gefið tækifæri á að láta í ljós skoðanir sínar á frambjóðendum og er það í samræmi við það sem m.a. kemur fram í Barnasáttmálanum, samningi Sameinuðu þjóðanna um rétttindi barnsins, þar sem segir að börn eigi rétt á að láta í ljós skoðanir sínar og hafa áhrif á samfélagið. Niðurstöður kosninganna verða kynntar í upphafi kosningasjónvarps RUV að kvöldi kosningadags.
Meira

Hópslysaæfing á Blönduósi

Síðastliðna helgi var haldin hópslysaæfing þar sem viðbragðsaðilar af öllu Norðurlandi vestra tóku þátt. Til æfingarinnar mættu tæplega 200 manns þar sem æfð voru viðbrögð við fjölmennu slysi hópbifreiðar og fólksbifreiða.
Meira