Skipakomur í Hvammstangahöfn
feykir.is
Skagafjörður, Austur-Húnavatnssýsla, Vestur-Húnavatnssýsla
27.02.2024
kl. 15.27
Á heimasíðu Húnaþings vestra segir að Norska leiðangursskipið Sjovejen liggi nú við bryggju í Hvammstangahöfn. Skipið er 331 brúttótonn og er þar til að taka upp farþega á leið í fjögurra daga siglingu til Grænlands á vegum franskrar ferðaskrifstofu. Rúmar það tólf farþega. Skipið mun hafa þrjár viðkomur í höfninni í febrúar og mars.
Meira