Sunnanvindar og hiti í kortunum
feykir.is
Skagafjörður, Austur-Húnavatnssýsla, Vestur-Húnavatnssýsla
07.01.2024
kl. 15.01
Það hefur hlánað talsvert í dag á Norðurlandi vestra og á þjóðvegum er víðast hvar hálka eða hálkublettir. Greiðfært er þó á Hrútafjarðarhálsi, í Hrútafirði og yfir Holtavörðuheiði. Á Sauðárkróki er nú víða glerhálka enda snjóþyngra innan bæjar en utan þar sem snjór safnast meira saman og erfiðara er að moka göturnar. Reikna má með að ástandið sé svipað í öðrum þéttbýliskjörnum og því vissara að stíga hægt til jarðar og fara varlega akandi.
Meira