V-Húnavatnssýsla

Söngkonan Kristjana Arngrímsdóttir með útgáfutónleika í Hofi þann 18. janúar

"Ég hitti þig" er fimmta plata söngkonunnar Kristjönu Arngrímsdóttur og sú fyrsta sem eingöngu inniheldur hennar eigin tónsmíðar, en hér hefur hún samið lög við ljóð fimm íslenskra kvenna auk Davíðs Stefánssonar. Tónlistin er í senn bæði seiðandi og dramatísk og svolítið í ætt við portúgalska Fado tónlist, en öll lögin bera engu að síður sterkt og þjóðlegt yfirbragð sem hefur verið einkenni Kristjönu allt frá því hún hóf sinn sólóferil.
Meira

Þrjú hús enduðu í efsta sætinu um jólalegasta húsið í Húnabyggð

Á huni.is segir að nú sé komið í ljós hvaða hús í Húnabyggð hafi verið tilnefnd sem Jólahús ársins 2023. Er þetta í 22. skiptið sem þessi kosning fer fram en í þetta skiptið enduðu þrjú hús í efsta sætinu með jafnmargar tilnefningar.
Meira

Laufás jólalegasta húsið í Sveitarfélaginu Skagaströnd þetta árið

Föstudaginn 15. desember byrjaði kosning um jólalegasta húsið og jólalegustu götuna í Sveitarfélaginu Skagaströnd og stóð hún til 26. desember en þetta var í annað sinn sem þessi kosning fór fram. Í ár var hins vegar sú breyting á að íbúum gafst kostur á að senda inn tilnefningar en í fyrra var dómnefnd sem stóð fyrir valinu.
Meira

Vetrarfærð á Norðurlandi vestra

Það er þungt yfir á Norðurlandi vestra og víða snjókoma. Langflestir vegir eru færir á svæðinu en sem stendur er snjóþekja eða hálka á vegum í Húnavatnssýslum og Skagafirði. Lögreglan á Norðurlandi vestra beinir því til vegfarenda að fara varlega. „Munum að hreinsa allan snjó af bílum og fylgjumst vel með gangandi vegfarendum. Víða eru gangstéttar á kafi í snjó svo hætta er á að fólk freistist til að ganga á akbrautum,“ segir í skilaboðum lögreglunnar.
Meira

Gamlar perlur dregnar fram

Karlakórinn Heimir stendur á tímamótum, en afgerandi kaflaskil urðu í sögu kórsins nú í haust við sviplegt andlát Stefáns Reynis Gíslasonar, stjórnanda kórsins til áratuga. Það varð Heimismönnum hins vegar strax ljóst að ekki þýddi að leggja árar í bát, þó höggið hafi verið þungt, og tekin var sú ákvörðun að ljúka afmælistónleikaröð Óskars Péturssonar, sem var hálfnuð þegar þarna var komið sögu.Ákvörðunin um að ljúka þeirri tónleikaröð var ekki auðveld, að sögn Atla Gunnar Arnórssonar formanns kórsins, „en það tókst að ljúka því verkefni með sóma, þar sem byggt var á því veganesti sem Stefán hafði látið okkur í té og hann var nú einu sinni þannig gerður að uppgjöf var ekki til í hans orðabók“ segir Atli.
Meira

Margrét þurfti „út úr skápnum“ með málverkin

Margrét Ólöf Stefánsdóttir er fjögurra barna móðir og amma, lyfjatæknir að mennt og starfar á dvalarheimilinu á Sauðárkróki. Hún er fædd og uppalin á Króknum en fluttist til Keflavíkur þegar hún var 13 ára með foreldrum sínum þeim Stefáni Valdimarssyni og Guðnýju Björnsdóttur. Þau fluttu aftur norður að þremur árum liðnum en Margrét varð eftir þar sem hún hafði kynnst strák sem síðar varð maðurinn hennar og saman eiga þau, tvær stelpur og tvo stráka.
Meira

,,Sem betur fer lét þrjóskan mín dæmið ganga upp“

Bjarkey Birta Gissurardóttir býr á Sauðárkróki og er Skagfirðingur í húð og hár. Er í sambúð með Bjartmari Snæ og eiga þau saman tvö börn, þau Berg Aron og Sylvíu Sóleyju og hundinn Frosta.
Meira

Rabb-a-babb 221: Nesi Más

Nú er það Hannes Ingi Másson, körfuboltakappi og sölu- og þjónusturáðgjafi hjá VÍS, sem leggst í svæðisvörn með Rabbið. Hann gladdi nýverið stuðningsmenn Tindastóls með því að draga fram körfuboltaskóna á ný eftir að hafa leyft þeim að rykfalla sjálft meistaratímabilið. Nesi er fæddur á því herrans ári 1996 en vinsælustu bíómyndirnar það árið voru Independence Day, ský-strókaþrillerinn Twister og fyrsta myndin í Mission Impossible seríunni. Já og Ólafur Ragnar Grímsson var það ár kjörinn forseti Íslands.
Meira

Gleðileg jól

Feykir óskar lesendum og landsmönnum nær og fjær gleðilegrar hátíðar.
Meira

Lærði krosssaum fyrir ári!

Kári Steindórsson flutti aftur heim á Krókinn eftir að hafa búið í Vestmanneyjum þegar hann hætti að vinna 2013. Kári var lengi til sjós og þekkir illa að sitja við og hafa ekkert fyrir stafni. Þegar fæturnir fara að láta undan og ekki hægt að vinna lengur þau störf sem áður voru unnin þarf að finna sér eitthvað til til handagagns. Kári fékk stelpurnar í Dagvistinni eins og hann kallar þær sjálfur til að kenna sér að sauma út og hefur nú lokið við „Litla riddarateppið“ sem er alls ekki svo lítið.
Meira