V-Húnavatnssýsla

Kosning hafin á manni ársins á Norðurlandi vestra

Eins og undanfarin ár stendur Feykir fyrir kjöri á manni ársins á Norðurlandi vestra. Gefst íbúum á svæðinu og öðrum lesendum Feykis kostur á að velja úr hópi þeirra sem tilnefndir voru af lesendum. Átta tilnefningar bárust sem teknar voru til greina í kjörið.
Meira

Húnahópurinn sendir kveðjur

Húnahópurinn hélt sína árlegu jólagleði í Sundlaug Sauðárkróks í gærmorgun og allir kátir og hressir í pottinum að henni lokinni. Hópurinn vildi fá að óska öllum gleðilegra jóla og farsæls komandi árs. Það er mikil tilhlökkun í hópnum sem getur ekki beðið eftir að framkvæmdum við laugina ljúki svo hægt sé að fara í rennibrautina að loknum góðum sundsprett. Þá hvetur hópurinn alla til að fara í sund á nýja árinu því sund er mikil heilsubót, en það vita auðvitað allir.
Meira

Pavel Ermolinski og meistaraflokkur karla tilnefndir

Vísir.is birti í morgun topp tíu listann yfir besta íþróttafólk ársins á Íslandi að mati Samtaka íþróttafréttamanna ásamt þeim þrem einsaklingum sem tilnefndir eru sem þjálfari ársins 2023 og þau þrjú lið sem tilnefnd eru sem lið ársins 2023.
Meira

Lokað fyrir rennsli í Sundlaugina á Hofsósi

Í tilkynningu frá Skagafjarðarveitum segir að vegna kulda og mikillar notkunar á heitu vatni þessa dagana hefur verið lokað fyrir rennsli í Sundlaugina á Hofsósi. Áfram verður heitt vatn í pottunum og þeir opnir, en laugin sjálf verður köld.
Meira

Það má reikna með hvítum jólum

Aðdáendur hvítra jóla virðast ætla að fá sína ósk uppfyllta þessi jólin því Veðurstofan gerir ráð fyrir frosti, funa og dassi af éljum fram yfir jólahelgina. Eftir hreint ansi snjóléttan vetur þá hristi veturkonungur nokkur snjókorn fram úr erminni í gærkvöldi og er enn að. Reikna má með snjókomu híst og her á Norðurlandi vestra í dag en öll él styttir upp um síðir og það dregur úr þeim með kvöldinu.
Meira

Vel sótt fræðsla fyrir eldri borgara

Lögreglan á Norðurlandi vestra fór nú fyrr í desember fyrir fræðslu til handa eldri borgurum í umdæminu þar sem fjallað var um netsvik og annað ólöglegt athæfi á netinu. Fræðslan var unnin í samstarfi við félög eldri borgara í umdæminu og Arion banka.
Meira

4 dagar til jóla

Stressið er að fara svo mikið með mig að ég gleymdi að telja niður í gær... en í dag eru bara 4 dagar til jóla og í dag er alþjóðlegi spiladagurinn. Það er því tilvalið að halda upp á daginn með því að spila á spil, matador, scrabble eða bara yatzy. Allavega þá mæli ég með að hafa gæðafjölskyldustund í kvöld:) 
Meira

Kammerkór Skagafjarðar með tónleika í Hóladómkirkju í kvöld

Kammerkórinn hefur um þessar mundir verið að æfa fyrir árlegu jólatónleikana sína. Þeir fyrri voru haldnir 13.desember síðastliðinn í Blönduóskirkju. Nú er svo komið að því að halda tónleika í Skagafirði í kvöld 20.desember í Hóladómkirkju kl: 20:00. Ásamt kórnum verða góðir gestir, Helga Rós Indriðadóttir söngkona og fráfarandi stjórnandi kórsins, Petrea Óskarsdóttir flautuleikar og Rögnvaldur Valbergsson organisti. Á dagskránni verða bæði íslensk lög og erlend, gömul og ný verk. Tónleikarnir eru ókeypis og eru allir hjartanlega velkomnir.
Meira

Sterk og snörp : Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar

Það er fastur liður í aðventudagskrá Alþingis að fjalla um og samþykkja fjárlög fyrir komandi ár. Það getur verið vandasamt á krefjandi tímum, óvissa bæði hér á landi sem og í alþjóðlegu samhengi. Að mörgu þarf að huga, bregðast við ríkjandi þörfum en ekki síður að gera ráð fyrir hinu óvænt. Það ríkir nokkur spenna í hagkerfinu og hefur það verið í nokkurri sveiflu sem birtist í vaxandi verðbólgu.
Meira

Prentun á Feyki og Sjónhorni færist suður yfir heiðar

Nú eftir áramót verða breytingar á prentun Feykis og Sjónhornsins. Nýprent mun eftir sem áður gefa blöðin út en prentun færist úr heimabyggð. Eftir því sem Feykir best veit er því ekki lengur eiginleg prentsmiðja á Norðurlandi.
Meira