Skagabyggð tekur upp samræmt flokkunarkerfi fyrir sorp
feykir.is
Skagafjörður, Austur-Húnavatnssýsla, Vestur-Húnavatnssýsla
09.01.2024
kl. 11.59
Á vef Skagabyggðar segir að í dag, þriðjudaginn 9. janúar, sé áætlað að aðilar frá Íslenska Gámafélaginu fari um Skagabyggð og heimsæki íbúa til þess að leiðbeina þeim varðandi flokkun á heimilisúrgangi en áramótin 22/23 tóku í gildi breytingar á lögum um meðhöndlun úrgangs. Þær breytingar fela í sér flokkun í fjóra úrgangsflokka; pappír og pappi, plast, matarleifar og blandaður úrgangur og var þessi flokkun tekin upp í Skagafirði í byrjun mars 2023 og gengið vel.
Meira