Halloween á Króknum - myndasyrpa
feykir.is
Skagafjörður, Austur-Húnavatnssýsla, Vestur-Húnavatnssýsla
01.11.2023
kl. 11.09
Halloween er yfirleitt fagnað þann 31. október en á Króknum var slegið í grikk og gott göngu seinnipartinn á laugardeginum í blíðskaparveðri með dass af smá kulda. Krakkarnir létu það að sjálfsögðu ekki á sig fá og fóru af stað alls konar skrímsli, draugar og furðuverur að sníkja smá gotterí. Feykir fór af stað á kústinum og tók nokkrar myndir ásamt því að fá í lið með sér Ragndísi Hilmarsdóttur sem var einnig með myndavélina á lofti.
Meira