V-Húnavatnssýsla

Við áramót : Teitur Björn Einarsson skrifar

Við horfum nú við áramót að baki viðburðaríku ári hér heima á Íslandi og á erlendri grundu. Náttúruhamfarir á Reykjanesi, kjaramál og verkföll, efnahagsórói og raforkuskortur hafa verið helstu viðfangsefni ársins og munu fylgja okkur inn í nýja árið ef af líkum lætur. Sama er uppi á teningnum á alþjóðavettvangi þar sem stríð geisa og átök brjótast út milli þjóðfélagshópa. Spennustigið er því miður víða of hátt og óvenjulegar forsetakosningar á næsta ári í öflugasta lýðræðisríki heims munu væntanlega ekki slá á þær væringar. En það er aftur á móti jafn líklegt að hugsanlegar forsetakosningar hér á landi í júní næstkomandi munu ekki rugga bátnum á alþjóðavettvangi.
Meira

Að fá viðurkenningu fyrir vel unnið starf er mjög gaman

Arnar Björnsson var valinn íþróttamaður Skagafjarðar við hátíðlega athöfn í Ljósheimum á dögunum. Arnar er einn af lykilleikmönnum meistaraflokks Tindastóls í körfubolta og var aðeins 6 ára gamall þegar áhuginn á íþróttinni kviknaði þegar hann fékk að kíkja með pabba sínum á æfingar í Síkinu, en í kringum 11 ára þegar hann fær metnað fyrir íþróttinni og ákvað að þetta væri eitthvað sem hann vildi gera í framtíðinni.
Meira

Áramótabrennur og flugeldasýningar á Norðurlandi vestra

Það styttist óðum í að árið 2023 renni sitt skeið á enda. Að venju verður árið kvatt og nýju ári fagnað á Nirðurlandi vestra með áramótabrennum og flugeldasýningum eins og hefð er fyrir. Þeir ferskustu munu vafalaust spretta úr spori í Gamlárshlaupi eða einhverju viðlíka fyrr um daginn áður en hafist verður handa við eldamennskuna. Feykir stiklar á stóru í dagskrá gamlársdags á svæðinu okkar.
Meira

Setti persónulegt fundamet á einum degi

Það er Sigríður Ólafsdóttir bóndi í Víðidalstungu sem gerir upp árið í þetta skiptið. Hún er ráðunautur hjá Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins og sveitarstjórnarfulltrúi í Húnaþingi vestra. Hún vonast eftir góðu veðri árið 2024.
Meira

Fjáröflunarfótboltamót Kormáks/Hvatar á laugardegi

Laugardaginn 30. desember 2023 verður blásið til leiks í fjáröflunarmót fyrir meistaraflokk Kormáks Hvatar í knattspyrnu til að halda upp á stórkostlegan árangur liðsins í sumar.
Meira

Gítarpartý á Sjávarborg

Í kvöld föstudaginn 29. desember er kvöldið til að skella sér í betri fötin og hita upp fyrir áramótin. Opið verður lengur á Sjávarborg á Hvammstanga og ætla Elvar Logi og Hrund að halda uppi stuðinu fram á nótt. Blaðamaður hefur áreiðanlegar heimildir fyrir því að þarna verði brjálað stuð. 
Meira

Pavel þjálfari ársins í Skagafirði

Pavel Ermolinski var á dögunum valinn þjálfari ársins í Skagafirði við hátíðlega athöfn í Ljósheimum. Eins og alþjóð sennilega veit þjálfar hann sitjandi Íslandsmeistara Tindastóls í körfubolta og við getum sagt að þeir séu um það bil hálfnaðir í því verkefni að sitja áfram á þeim titli. Engin pressa. Blaðamaður hafði samband við Pavel sem segir þetta frábæra viðurkenninu fyrir sig og allt þjálfarateymið og bætir við að það sé ekki flókið að þjálfa þennan mannskap með þetta bakland sem er í kringum liðið.
Meira

Að hafa borð fyrir báru : Friðbjörn Ásbjörnsson

Friðbjörn Ásbjörnsson framkvæmdastjóri Fisk Seafood skrifaði pistil sem birtist á heimasíðu félagsins.
Meira

Ekki gleyma að kjósa!

Kosning um Mann ársins á Norðurlandi vestra fer nú fram á Feyki.is og hefur þátttaka verið með ágætum. Við minnum á að kosningu lýkur kl. 12 á hádegi á nýársdag. Það er því enn möguleiki að varpa atkvæði á það mæta fólk sem kosið er um þetta árið.
Meira

Helgi Svanur Einarsson ráðinn sem verslunarstjóri Eyrarinnar á Króknum

Í lok nóvember auglýsti Kaupfélag Skagfirðinga eftir verslunarstjóra fyrir Byggingavöruverslunina Eyrin og hefur Helgi Svanur Einarsson verið ráðinn í starfið og mun hefja störf 2. janúar.  
Meira