V-Húnavatnssýsla

Nýtt riðutilfelli í Miðfirði

Riða hefur verið staðfest á bænum Bergsstöðum í Vestur-Húnavatnssýslu, sem staðsettur er í Miðfjarðarhólfi en þar hefur riða ekki greinst áður. Greiningin breytir því að Miðfjarðarhólf telst nú sýkt svæði samkvæmt reglugerð. Fram kemur á heimasíðu MAST að unnið sé að undirbúningi aðgerða.
Meira

Telja að stjórnarskrárbreytingar þoli enga bið

Aðalfundur Stjórnarskrárfélagsins var haldinn á Borgarbókasafninu í Grófinni í gær, 2. apríl og telur stjórnin að stjórnarskrárbreytingar þoli enga bið. Í samþykktum fundarins er skorað á stjórnmálamenn að sýna kjark og standa með lýðræðislegum stjórnarháttum, íbúum landsins og lífshagsmunum þeirra, gegn fámennum og valdamiklum sérhagsmunaöflum. „Við eigum nýja stjórnarskrá!“
Meira

Skagfirska mótaröðin – úrslit helgarinnar

Þriðja mót Skagfirsku mótaraðarinnar var haldið í Svaðastaðarhöllinni 1. apríl sl. þar sem keppt var í slaktaumatölti og fimmgangi, F2 og T4 í 1. flokki og ungmenni; F2 og T6, 2. flokkur; T7 í unglingaflokki og T8 – barnaflokki. Fjöldi glæstra keppenda tóku þátt og var keppnin hin skemmtilegasta.
Meira

Skagfirski kammerkórinn syngur Magnificat á Selfossi

Laugardaginn 8.apríl kl.16 verða stórtónleikar á Selfossi þar sem Skagfirski kammerkórinn kemur mikið við sögu. Það er Sinfóníuhljómsveit Suðurlands sem stendur fyrir þessum tónleikum. Á tónleikunum mun Skagfirski kammerkórinn ásamt Kammerkór Norðurlands og kirkjukór Selfosskirkju flytja hið glæsilega verk Magnificat eftir breska tónskáldið John Rutter. Verkið er samið fyrir hljómsveit, kór og einsöngvara og mun Helga Rós Indriðadóttir kórstjóri Skagfirska kammerkórsins syngja einsöngshlutverkið.
Meira

Húnvetningar úr leik í Mjólkurbikarnum eftir fjörugan leik

Lið Kormáks/Hvatar mætti galvaskt til leiks á Ásvelli í gær en þar stigu þeir Húnvetningar kraftmikinn knattspyrnudans við geðþekka Hafnfirðinga í liði KÁ. Leikurinn var liður í fyrstu umferð Mjólkurbikars karla en var jafnframt fyrsti leikur Kormáks/Hvatar frá því síðasta haust. Óhætt er að segja að leikurinn hafi dregist nokkuð á langinn, liðin skildu jöfn, 3-3, að loknum venjulegum leiktíma og bættu við sitt hvoru markinu í framlengingu og því þurfti að grípa til vító. Þar gekk verr að skora en fór þó á endanum svo að heimamenn í KÁ skoruðu úr tveimur vítum en gestirnir að norðan úr einu og duttu því úr leik.
Meira

,,Varð að finna eitthvað sem ég gæti gert og myndi halda mér vakandi á næturvöktum''

Þórdís Stella Jónsdóttir er 23 ára og er fædd og uppalin á Sauðárkróki. Hún býr ásamt kærastanum í húsi sem þau eru nýlega búin að kaupa og gera upp. Þórdís starfar sem leiðbeinandi á leikskólanum Ársölum.
Meira

Leiðbeinanda vikið frá störfum eftir að 30 börn máttu þola ofbeldi í skólabúðum

Á síðasta ári tók Ungmennafélag Íslands við rekstri Skólabúðanna á Reykjum í Hrútafirði. Á heimasíðu UMFÍ segir að í búðunum fái „...nemendur tækifæri til þess að efla leiðtogahæfni og sjálfsmynd sína og vinna með styrkleika og veikleika til þess að bæta félagsfærni sína.“ Nú fyrir helgi sagði RÚV frá því að hópur tólf til þrettán ára nemenda hafi þurft að þola ofbeldi í búðunum í síðustu viku og hafi leiðbeinanda í framhaldinu verið sagt upp störfum og börnunum boðin sálræn aðstoð.
Meira

„Bók er heill heimur“

Sumir elska bækur og þannig er því svo augljóslega farið með gagnrýnendur Kiljunnar hans Egils Helga. Hættulega bráðsmitandi ást sem smitast í gegnum Sjónvarp allra landsmanna og fær fólk, í sumum tilfellum, til að stökkva út í næstu bókabúð eða á bókasafn og grípa sér bók að lesa. Það er svo annað mál hvort ástin endist aftar en á blaðsíðu átta eða hvort úr verður óendanlegt ástarævintýri. Einn þessara gagnrýnenda Kiljunnar er Sunna Dís Másdóttir og hún féllst á að svara Bók-haldinu í Feyki þegar eftir því var leitað. Svaraði því reyndar á ferð yfir Holtavörðuheiðima en við verðum að ætla að hún hafi ekki verið við stýrið.
Meira

RARIK bætir afhendingaröryggi á Norðurlandi vestra

RARIK vinnur nú að endubótum á rafbúnaði og húsnæði nokkurra aðveitustöðva á Norður- og Austurlandi en þær hófust á síðasta ári; þar með talið á Skagaströnd, við Varmahlíð og á Laxárvatni við Blönduósi. Í frétt á heimasíðu RARIK segir að allar þessar framkvæmdirnar miði að því að bæta afhendingaröryggi og gera kerfi RARIK á þessum svæðum betur í stakk búin til að mæta aukinni notkun í framtíðinni.
Meira

Páskaísinn

Er ekki tilvalið að græja páskaísinn núna um helgina? Held ég þurfi allavega að gera það svo það verði nú einhver eftirréttur á páskadag heima hjá mér. Búið að vera pínu öðruvísi byrjun á þessu ári en árin 2021 og 2022 þegar allt lá niðri og maður hafði tíma til að gera allan fja.... Það verður allavega ekki gerð vorhreingerning heima hjá mér fyrir páskana þetta árið, það eitt veit ég. Set mér markmið að komast nokkuð heill út úr þessari törn því þriðja vaktin mín er að ná hæstu hæðum þessa dagana og gott að minna sig stundum á að muna að njóta en ekki þjóta.
Meira