V-Húnavatnssýsla

Kontiki býður vetrarferðir frá Zurich til Norðurlands

Svissneska ferðaskrifstofan Kontiki hefur ákveðið að bjóða upp á vetrarferðir til Norðurlands næsta vetur, í beinu flugi frá Zurich. Þetta er í fyrsta sinn sem ferðaskrifstofan býður ferðir beint til Norðurlands, en hún hefur töluverða reynslu af því að selja ferðir til Íslands allt árið um kring.
Meira

Stefnulaus ríkisfjármál á verðbólgutímum - Eyjólfur Ármannsson skrifar

Ríkisfjármálunum er ekki með neinum markvissum hætti beitt gegn verðbólgunni. Þar er ríkisstjórnin stefnulaus líkt og í svo mörgum málaflokkum.
Meira

Allra síðasta sýning á Á svið nk. miðvikudag

Nú fer hver að verða síðastur til að sjá gamanleikinn Á svið sem Leikfélag Sauðárkróks hefur sýnt á fjölum Bifrastar undanfarnar tvær vikur. Allra síðasta sýning næsta miðvikudag.
Meira

Holtavörðuheiði opnuð á ný

Rétt upp úr klukkan 12 í dag var Holtavörðuheiðinni lokað út af slæmum akstursskilyrðum. Reiknað var með því að vegurinn myndi opna á ný um hálf þrjú en upp úr klukkan hálf tvö var heiðin opnuð á ný en vegfarendur hvattir til að aka varlega.
Meira

Leikskólafólk í Skagafirði samþykkti verkfall auk starfsfólks sundlauga

Yfirgnæfandi meirihluti starfsfólks á leikskólum í fimm sveitarfélögum á félagssvæði Kjalar, stéttarfélags starfsmanna í almannaþágu, samþykkti boðun verkfalls í atkvæðagreiðslu sem lauk á hádegi í gær. Vinnustöðvanir munu vera frá 30. maí til klukkan 23:59 fimmtudaginn 1. júní.
Meira

Leiðindarkuldi og vetrarfærð á fjallvegum

Gul viðvörun er í ennþá gildi á Ströndum og Norðurlandi vestra til klukkan 15:00 í dag, norðan og norðvestan 8-15 m/s og snjókoma eða skafrenningur og lítið skyggni með köflum, einkum á fjallvegum. Varsamt vanbúnum ökutækjum.
Meira

Það rigndi göt á Kormák/Hvöt

Húnvetningar héldu áfram keppni í 3. deildinni í knattspyrnu í gær þrátt fyrir votviðri sem var á mörkum hins leyfilega. Það var spilað í Garðinum og samkvæmt öruggum heimildum af aðdáendasíðu gestanna þá rignir öðruvísi þar en annars staðar – sennilega þá miklu meira og örugglega á ská. Vallaraðstæður voru því ekki hinar bestu en heimamenn virtust pluma sig betur við þessar erfiðu aðstæður og unnu sanngjarnan 3-0 sigur.
Meira

Gult ástand og vetrarfærð á morgun

Veðurstofa Íslands hefur gefið út gula viðvörun vegna veðurs fyrir Strandir og Norðurland vestra, Norðurland eystra, Austurland að Glettingi og Miðhálendi. Búist er við vetrarfærð á fjallvegum norðan- og austanlands í nótt og á morgun sunnudaginn 14. maí. Í athugasemd veðurfræðings eru vegfarendur hvattir til að kanna vel ástand vega og veðurspár áður en lagt er af stað.
Meira

Vináttan :: Áskorandinn Karl Jónsson – Brottfluttur Króksari

Ég er minntur á það rækilega þessa dagana hvað æskuvináttan er sterk og hvað hún mótaði mig mikið. Alla lífsleiðina eignast maður vini og kunningja en alltaf er það æskuvináttan sem er og verður sterkust. Hún krefst í raun einskis. Hún krefst ekki daglegs sambands lengur, það geta liðið vikur á milli samtala, en æskuvinirnir eru bara þarna og daglega hugsa ég til þeirra, hvernig þeim líði og hvort það sé ekki allt í lagi.
Meira

Samband íslenskra sveitarfélaga skorar á BRSB að fara með málið fyrir dómstóla

BRSB hefur farið mikinn í fjölmiðlum með ásakanir í garð sveitarfélaganna að þau mismuni starfsfólki sínu á fyrstu þrem mánuðum þessa árs. Jafnframt krefjast þau leiðréttingar á launalið útrunnins kjarasamnings sem þegar er að fullu efndur af hálfu sveitafélaganna.
Meira