V-Húnavatnssýsla

Fjórir aðilar hlutu samfélagsviðurkenningu frá íbúum Húnaþings vestra

Snemma árs hvatti félagsmálaráð Húnaþings vestra íbúa til að tilnefna þá aðila sem þeim þótti eiga skilið virðingarvott frá íbúum sveitarfélagsins. Nú á dögunum voru samfélagsviðurkenningarnar veittar og komu í hlut fjögurra aðila; Ingibjargar Jónsdóttur, Handbendi, Ingibjargar Pálsdóttur og Kristínar Árnadóttur.
Meira

Straumhvörf fyrir sauðfjárbændur

Í lok liðins mánaðar voru staðfest þau gleðilegu tíðindi að Íslensk Erfðagreining muni taka þátt í því að rannsaka riðu í íslensku sauðfé, en riða er langvinnur og ólæknandi smitsjúkdómur sem leggst á sauðfé og veldur svampkenndum hrörnunarskemmdum í heila og mænu. Sjúkdómurinn er erfiður viðureignar og ekki hefur verið fundið upp bóluefni til þess að verjast honum. Sú aðferð sem hefur verið notuð hér á landi, þegar upp hefur komið riða á bæ, hefur verið að slátra öllu fé á bænum, fara í jarðvegsskipti, hreinsa, brenna og sótthreinsa. Hér er um er að ræða verulega íþyngjandi aðgerð með tilheyrandi áfalli fyrir alla sem málið snertir.
Meira

Nýtt vín á gömlum belgjum :: Leiðari Feykis

Sæluvika Skagfirðinga stendur nú sem hæst og er ýmislegt þar að finna af alls kyns afþreyingu og listviðburðum eins og lesa má um hér í blaðinu. Söngur, leikur, tónlist, bíó, myndlist, íþróttakappleikir og fjörugt mannlíf.
Meira

Menningarstarf Alþýðuhússins á Siglufirði hlýtur Eyrarrósina 2023

Menningarstarf í Alþýðuhúsinu á Siglufirði hlaut Eyrarrósina, viðurkenningu fyrir framúrskarandi menningarverkefni utan höfuðborgarsvæðisins, sem afhent var í átjánda sinn í gær við hátíðlega athöfn á Hvammstanga. Frú Eliza Reid forsetafrú og verndari Eyrarrósarinnar veitti verðlaunin.
Meira

„Góður leikur af okkar hálfu,“ segir Donni þjálfari þrátt fyrir tap Stólastúlkna

„Eftir versta tímabil sitt í áratug mætir Breiðablik með glorhungrað og öflugt lið til leiks í sumar sem ætlar sér að komast aftur á toppinn í íslenskum fótbolta,“ segir í frétt íþróttadeildar Vísis og Stöðvar 2 Sports sem spáir liðinu 3. sæti Bestu deildar kvenna í sumar. Stólastúlkum er hins vegar spáð 9. sæti og þar með falli niður Lengjudeildina eftir sumarið. Liðið sýndi í gær að það er á annarri skoðun og mættar til að vera.
Meira

Elín og Jóhannes á Torfalæk fengu Landstólpa Byggðastofnunar

Á ársfundi Byggðastofnunar, sem haldinn var á Fosshótel Húsavík á dögunum, var hjónunum Elínu S. Sigurðardóttur og Jóhannesi Torfasyni, á Torfalæk í Austur-Húnavatnssýslu, afhentur Landstólpinn, samfélagsviðurkenning Byggðastofnunar fyrir árið 2023.
Meira

Mikil og góð stemning á lokatónleikum Sóldísar

Kvennakórinn Sóldís bauð upp á skínandi góða Júróvisjónupphitun sl. laugardagskvöld í Höfðaborg á Hofsósi með söngprógrammi sínu sem einnig setti endapunktinn á vetrarstarfið. Kórinn hafði haldið fimm tónleika fyrir þetta kvöld bæði innan héraðs og utan.
Meira

Samstaða býður til kaffisamsætis í tilefni 1. maí

Dagur verkalýðsins er í dag 1. maí og er haldinn hátíðlegur víða á jarðarkringlunni. Í ár eru 100 ár frá því að íslenskt launafólk fagnaði 1. maí og hvetur Alþýðusamband Íslands, á Facebooksíðu sinni, fólk að sameinast um að standa vörð um unna sigra og halda baráttunni ótrauð áfram. Réttlæti - jöfnuður – velferð, er yfirskrift 1. maí hátíðarhaldanna í ár.
Meira

Það er bara þannig dagur í Skagafirði í dag

Það er standandi partý í Skagafirði í dag; söngur, sport og gleði. Undanfarin Sæluvikunnar býður oft upp á mesta fjörið og það lýtur flest út fyrir að svo verði núna. Þó margt sé í boði í dag þá bíða snnilega flestir spenntir eftir körfuboltaleiknum í kvöld en Tindastóll og Njarðvík eiga við í fjórða leiknum í einvígi liðanna í undanúrslitum Subway-deildarinnar. Ekkert er mikilvægara en körfubolti á þessum árstíma – það er bara þannig í Skagafirði.
Meira

Védís Huld Sigurðardóttir sigurvegari Meistaradeildar KS 2023

„Frábæru tímabili Meistaradeildar KS er nú lokið og hefur keppnin verið æsispennandi nú í vetur og var ekki neitt öðruvísi uppi á teningnum í kvöld,“ segir í tilkynningu deildarinnar en lokakeppni fór fram í gærkvöldi þegar keppt var í tölti og skeiði. Védís Huld Sigurðardóttir kom sá og sigraði en hún reið til úrslita í öllum greinum vetrarins og var krýnd sigurvegari Meistaradeildar KS 2023.
Meira