Opnunarteiti Hótel Blönduóss
feykir.is
Skagafjörður, Austur-Húnavatnssýsla, Vestur-Húnavatnssýsla
12.05.2023
kl. 13.47
Það verður hrært í góða veislu á Blönduósi á morgun þegar heimamenn fagna opnun Hótel Blönduóss eftir fegrunaraðgerðir og allsherjar uppstrílun. Opnunarteiti verður frá kl. 14 til 17 þar sem Karlakór Bólstaðarhlíðarhrepps mætir í hátíðarskapi og Hugrún Sif og Tríó Halla Guðmunds koma fram. Að sjálfsögðu verða veitingar í boði og að auki býðst fólki að skoða Krúttið, hótelið, kirkjuna og Helgafellið.
Meira