V-Húnavatnssýsla

Bráðabirgðaviðgerð þarf að fara fram á Hólmavík

Í gær dældi áhöfnin á varðskipinu Freyju olíu úr flutningaskipinu Wilson Skaw þar sem það er statt á Steingrímsfirði. Til stóð að draga skipið í slipp á Akureyri en eftir skoðun á vegum eigenda skipsins var ákveðið að draga skipið til Hólmavíkur, eftir að farmurinn hafi verið færður til, þar sem gerð yrði bráðabirgðaviðgerð og það gert klárt fyrir ferðalagið til Akureyrar.
Meira

Njarðvíkingar koma á Krókinn í kvöld

Það er leikur í kvöld í Síkinu. Tindastóll fær þá lið Njarðvíkinga í heimsókn í öðrum leik liðanna í undanúrslitum Subway-deildarinnar. Leikurinn hefst kl. 19:15 en veislan byrjar klukkan 15:30. Þá verður partýtjaldið opnað sunnan Síkis en þar geta stuðningsmenn liðanna krækt sér í grillaða hammara og gos, alls konar varningur merktur Tindastóli verður til sölu og Helgi Sæmundur og gestir halda upp stuðinu.
Meira

Vorið er komið og grundirnar gróa

Síðustu daga vetrarins hefur verið hlýtt á Norðurlandi vestra og farfuglar streyma til landsins. Helsingjar, grágæsir, heiðagæsir og álftir eru áberandi á túnum, vötnum og tjörnum, segir á vef Náttúrustofu Norðurlands vestra. Lóur eru víða komnar í hópum og sandlóur og hrossagaukar allnokkrir mættir eins og má segja um stelkinn og jaðrakaninn sem fjölgar mikið þessa dagana.
Meira

Sumardagurinn fyrsti á Hvammstanga

Sumardagurinn fyrsti á Hvammstanga var að þessu sinni í umsjón Félags eldri borgara í Húnaþingi vestra. Venju samkvæmt var mætingin í Húnaþingi vestra með miklum ágætum en á þriðja hundruð manns mættu í skrúðgöngu, skemmtun og sumarkaffi.
Meira

Þetta ætti ekki að geta klikkað

Það styttist í Sæluviku og einn af forsæluréttunum í ár er Kántrýkvöld í Gránu á Sauðárkróki. Það eru engir aukvisar sem þar stíga á svið en sönginn annast Magni Ásgeirs, Malen og Sóla Áskelsdætur og Sigvaldi Gunnars og þau eru bökkuð upp af geggjuðu bandi skipað þeim Reyni Snæ, Gunnari Sigfúsi, Bergi Einari og Baldvin Snæ. „Þetta ætti ekki að geta klikkað og okkur þætti vænt um að sjá sem flesta!“ segir Sigvaldi í spjalli við Feyki.
Meira

Urðun í Miðfjarðarhólfi lauk í gær

Líkt og kom fram í Feyki sl. þriðjudag var riðusmitað fé aflífað á bænum Syðri-Urriðaá þann dag og í gær var loks hægt að urða eftir deilur um staðsetningu. Vísir.is hefur eftir Unni Valborgu Hilmarsdóttur, sveitarstjóra í Húnaþingi vestra, að það sé léttir að þessum kafla sé lokið þó enginn sé sáttur við urðun. Rúmlega 700 kindur voru aflífaðar en urða þurfti hræin þar sem brennsluofn sorpeyðingarfyrirtækisins Kölku var ekk tiltækur.
Meira

FNV veitt Byggðagleraugun 2023

Samtök sveitarfélaga á Norður­landi vestra, SSNV, veittu á dögunum Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra Byggða­gleraugun 2023 fyrir framsækið og metnaðarfullt skólastarf. Katrín M. Guðjónsdóttir framkvæmdastjóri SSNV afhenti Þorkeli V. Þorsteinssyni, aðstoðarskólameistara FNV, viðurkenninguna á 31. ársþingi SSNV þann 14. apríl síðastliðinn.
Meira

Wilson Skaw laus af strandstað

Varðskipið Freyja er með Flutningaskipið Wilson Skaw í togi en skipið er nú laust af strandstað á Húnaflóa. Á Facebook-síðu Landhelgisgæslunnar sagði um hádegi á daga að áhöfn Freyju hafi þá stefnt í átt til Steingrímsfjarðar þar sem von var á betra sjólagi. Varðskipið kom dráttartaug yfir í flutningaskipið Wilson Skaw í morgun í kjölfar þess að vindur og ölduhæð á Húnaflóa fór vaxandi.
Meira

Opið hús og sex íbúðir til sýnis þar sem gamli leikfimisalurinn var áður

Seinni áfangi nýbyggingar að Sæmundargötu 2b á Sauðárkróki, þar sem áður var Barnaskóli Sauðárkróks, er nú kominn í sölu. Um er að ræða sex glæsilegar tveggja og þriggja herbergja íbúðir með sér inngangi og fylgja íbúðunum ýmist svalir eða sérafnotareitur. Opið hús verður laugardaginn 22. apríl milli kl. 13 og 15 þar sem nýju íbúðirnar verða til sýnis.
Meira

Leshraðamælingar og Háskóli Íslands :: Eyjólfur Ármannsson skrifar

Freyja Birgisdóttir frá Háskóla Íslands, Kate Nation og Margaret Snowling frá Oxford-háskóla rituðu nýlega grein um lesfimipróf sem eins konar svar við grein minni Brjótum lestrarkóðann í lestrarkennslu. Í grein minni minnist ég ekki einu orði á lesfimi eða lesfimipróf, sem Freyja, Kate og Margret eyða heilli grein í að fjalla um og á að vera svar við grein minni, þar sem ég minnist á leshraðamælingar.
Meira