V-Húnavatnssýsla

Mette og Skálmöld sigruðu í gæðingafimi Meistaradeildar KS

Mette Mannseth og Skálmöld frá Þúfum stóðu uppi sem sigurvegarar í gæðingafimi Meistaradeildar KS í hestaíþróttum sem fram fór á miðvikudagskvöldið, með einkunnina 8,41. Hefur þetta glæsilega par þá sigrað í þessari grein tvö ár í röð. Þúfur tekur forystuna í liðakeppninni.
Meira

Verðum að tryggja öryggi og velferð okkar fólks, segir forstjóri MAST

Matvælastofnun hefur óskað eftir rannsókn lögreglu vegna atviks þar sem veist var að starfsmanni stofnunarinnar þegar hann var að sinna eftirliti. Á heimasíðu stofnunarinnar kemur fram að um sé að ræða þriðja tilvikið á sl. þremur árum en allt ofbeldi eða hótanir um ofbeldi í garð starfsmanna Matvælastofnunar er kært til lögreglu.
Meira

Matgæðingur vikunnar - Kjúklingasúpa og brauðbollur með fetaosti

Matgæðingur vikunnar er Halla Rut Stefánsdóttir en hún er dóttir hjónanna Margrétar Guðbrandsdóttur og Stefáns Gíslasonar. Halla ólst upp í Varmahlíð en er búsett á Hofsósi í dag en þar starfar hún sem prestur í Hofsóss- og Hólaprestakalli. Halla gefur hér með uppskrift af súpu sem hún gerir oft og finnst alltaf jafn góð.
Meira

Sjálfstæðisfólk og óháðir í Húnaþingi vestra bjóða fram undir listabókstafnum D

Á fundi Fulltrúaráðs sjálfstæðismanna í Húnaþingi vestra um síðustu helgi var ákveðið að við sveitarstjórnarkosningarnar í vor muni sjálfstæðisfólk og óháðir bjóða fram undir listabókstafnum D. Kemur þetta fram í Facebook-færslu Júlíusar Guðna Antonssonar, formanns stjórnar N-lista og varaformanns Sjálfstæðisfélags V-Hún.
Meira

Mesta fækkun á Norðurlandi vestra í prósentum talið

Íbúum Reykjavíkurborgar fjölgaði um 302 íbúa á tímabilinu frá 1. desember 2021 til 1. mars 2022 og íbúum Hafnarfjarðarkaupstaðar fjölgaði um 106 íbúa á sama tímabili. Íbúum Akureyrarbæjar fjölgaði á þessu tímabili um 56. og í Reykjanesbæ hefur fjölgað nokkuð hressilega á umræddu tímabili eða um 120 íbúa tímabilinu. Fækkun varð um 37 íbúa á Norðurlandi vestra.
Meira

Stríð í Evrópu :: Leiðari Feykis

Það er óhugnalegt til þess að hugsa, og jafnframt afar þungbært, að loks þegar við sjáum fyrir endann á þeim heimsfaraldri sem hefur haldið jarðarbúum í nokkurs konar heljargreipum í tvö ár með öllum þeim gríðarmiklu mannfórnum og efnahagsþrengingum sem honum fylgir, skuli heimsbyggðin svo vakna upp við þann vonda raunveruleika að stríð sé skollið á í Evrópu.
Meira

Taktu þátt í könnun um LOFTBRÚ

Verkefninu LOFTBRÚ var hleypt af stokkunum síðla árs 2020 en í gegnum það öðlast íbúar dreifbýlisins á skilgreindum svæðum 40% afslátt fyrir sex flugleggi (þrjár ferðir fram og til baka) á ári. Í frétt á vef SSNV segir að þar sem ekki hafiverið reglubundið flug til Sauðárkróks í nokkurn tíma hafa íbúar Norðurlands vestra kannski ekki verið mjög meðvitaðir um að viss hluti svæðisins, póstnúmer 540 til 570, fellur undir skilgreinda fjarlægð frá höfuðborginni, sem gefur rétt til þess að nýta sér afsláttarkjör Loftbrúarinnar.
Meira

Litaregn á öskudegi

Það voru kannski óvenju fáar heimsóknir í Nýprent og Feyki þennan öskudaginn enda sjálfsagt óvenju margir að basla með Covid og aðra kvilla þessa fyrstu daga eftir tilslakanir. Það voru þó nokkrir kátir krakkahópar sem litu við, flestir í skrautlegri kantinum, og þáðu pínu nammi fyrir söng. Inn poppaði brúðarmær, pizzasneið, ruslapokar, jólasveinar, bófar og beinagrindur, fáeinir hundar, prinsessur, Harry Potter og nokkrar kökusneiðar með logandi kertum svo eitthvað sé nefnt.
Meira

Mottumars hefst í dag

Mottumars, árlegt árvekni- og fjáröflunarátak Krabbameinsfélagsins tileinkað baráttunni gegn krabbameinum hjá körlum, hefst í dag 1. mars. „Í Mottumars tökum við höndum saman í vitundarvakningu um krabbamein hjá körlum og öflum fjár fyrir mikilvægri starfsemi Krabbameinsfélagsins. Í ár minnum við karlmenn sérstaklega á að kynna sér hvaða einkenni geta bent til krabbameins og hvetjum þá til að leita fljótt til læknis verði þeir varir við þau einkenni,“ segir í tilkynningu frá félaginu.
Meira

Öll orka Blönduvirkjunar tapast á ári hverju!

Um langt árabil hefur það verið baráttumál sveitarfélaga á Norðurlandi vestra að orka sem framleidd er í Blönduvirkjun nýtist til atvinnu- og verðmætasköpunar heima í héraði. Alþingi veitti því sjónarmiði heimamanna viðurkenningu með samþykkt þingsályktunar um átak stjórnvalda og sveitarfélaga í Austur-Húnavatnssýslu til atvinnuuppbyggingar árið 2014.
Meira