Staða HSN vegna Covid þyngist - 233 í einangrun á Norðurlandi vestra
feykir.is
Skagafjörður, Vestur-Húnavatnssýsla
21.02.2022
kl. 16.01
Smitum á Norðurlandi fer hratt fjölgandi sem hefur mikil áhrif á starfsemi Heilbrigðisstofnunar Norðurlands en á heimasíðu hennar kemur fram að vaxandi fjöldi starfsmanna sé frá vinnu vegna Covid eða 67 starfsmenn af 609, sem gerir 11% starfsmanna. Vísbendingar eru um að þetta hlutfall geti hækkað á næstu dögum. Jafnframt segir í frétt stofnunarinnar að nokkur fjöldi starfsmanna vinni nú í vinnusóttkví B.
Meira