V-Húnavatnssýsla

Staða HSN vegna Covid þyngist - 233 í einangrun á Norðurlandi vestra

Smitum á Norðurlandi fer hratt fjölgandi sem hefur mikil áhrif á starfsemi Heilbrigðisstofnunar Norðurlands en á heimasíðu hennar kemur fram að vaxandi fjöldi starfsmanna sé frá vinnu vegna Covid eða 67 starfsmenn af 609, sem gerir 11% starfsmanna. Vísbendingar eru um að þetta hlutfall geti hækkað á næstu dögum. Jafnframt segir í frétt stofnunarinnar að nokkur fjöldi starfsmanna vinni nú í vinnusóttkví B.
Meira

Stormur eða rok í nótt og líkur á foktjóni

Suðaustan illviðri gengur yfir landið í kvöld og í nótt og versnar veðrið fyrst sunnanlands, eftir því sem fram kemur á heimasíðu Veðurstofu Íslands. Suðvestan óveður skellur síðan á Suðurlandi í nótt og á Vesturlandi fyrripartinn á morgun. Vegna þessa hefur verið gefin út gul viðvörun sem tekur gildi seinni partinn í dag sem breytist svo fljótlega í appelsínugula viðvörun fyrir landið allt áður en dagur er allur.
Meira

Ofnbakaður teriyaki silungur og marengsrúlluterta

Matgæðingar í tbl 20, 2021, voru þau Vigdís Elva Þorgeirsdóttir, leiðbeinandi við Höfðaskóla á Skagaströnd og kennaranemi við Háskóla Íslands, og eiginmaður hennar, Þröstur Árnason sjómaður á Drangey SK-2. Þau eiga saman fjögur börn á aldrinum 8 til 20 ára og búa á Skagaströnd.
Meira

Kjölfestan er í fólkinu - í öllu hinu er óvissa :: Framúrskarandi fyrirtæki FISK Seafood

FISK Seafood, sem stofnað var árið 1955, hefur vaxið hratt á undanförnum árum og tekið sér stöðu á meðal stærstu sjávarútvegsfyrirtækja landsins. Félagið hefur byggst upp með kaupum og samruna nokkurra félaga á löngum tíma, m.a. Fiskiðju Sauðárkróks, Útgerðarfélags Skagfirðinga, Hraðfrystihússins Skjaldar, Hraðfrystihússins á Hofsósi, Skagstrendings, Hraðfrystihúss Grundarfjarðar og Soffaníasar Cecilssonar sem rekur umfangsmikla saltfiskverkun í Grundarfirði.
Meira

Ástríður skipuð framkvæmdastjóri Landskjörstjórnar

Á Húnahorninu er sagt frá því að Landskjörstjórn hefur skipað Ástríði Jóhannesdóttur lögfræðing í embætti framkvæmdastjóra Landskjörstjórnar en hún er Húnvetningur. Ástríður lauk embættisprófi frá lagadeild Háskóla Íslands árið 1998 og meistaraprófi frá Háskólanum í Konstanz í Þýskalandi árið 2000. Hún hefur sinnt margvíslegum störfum hjá opinberum aðilum og starfaði árin 2000-2008 hjá Fasteignamati ríkisins og 2008-2011 hjá efnahags- og viðskiptaráðuneytinu.
Meira

Athyglissjúk á við alheimsdrottningu

Mini Shnauzer eða dvergshnauzer eru mjög glæsilegir og kröftugir hundar sem er með feld sem fellir ekki hárin og gefur frá sér litla sem enga hundalykt. Feldurinn er strýr og þarf reglulega að reyta hann og hefur hann þann eiginleika að hrinda frá sér vatni og óhreinindum. Þeir eru bæði sjálfstæðir og forvitnir, eru með langt höfuð, skegg og augabrýr sem einkennir þessa mögnuðu tegund.
Meira

Covid tölur rjúka upp

Í tilkynningu frá aðgerðastjórn almannavarna á Norðurlandi vestra nú í morgun má sjá að Civid-smituðum á Norðurlandi vestra fjölgar sem aldrei fyrr. Alls eru 198 manns í einangrun í umdæminu, flestir á Sauðárkróki þar sem nær helmingur hinna smituðu dvelja.
Meira

Þrjár kindur til viðbótar greinast með ARR arfgerðina

Í dag komu niðurstöður úr arfgerðargreiningum á sýnum 95 kinda í Þernunesi og segir á heimasíðu Ráðgjafamiðstöðvar landbúnaðarins að þrjár ær hafi bæst í hóp „gullklumpanna“ sem bera ARR arfgerðina sem er hin klassíska verndandi arfgerð gegn riðuveiki í sauðfé. Eru því alls níu kindur á bænum sem vitað er að bera þessa arfgerð.
Meira

Krakkar geta sótt körfuboltanámskeið um helgina

Körfuboltaskóli Norðurlands vestra verður með þrjú námskeið um helgina, tvö á Sauðárkróki, í samstarfi við unglingaráð körfuknattleiksdeildar Tindastóls, og eitt á Blönduósi. Á morgun laugardag hefst fyrra námskeiðið á Króknum klukkan kl. 11:30 og stendur til kl. 13:30 og það seinna frá kl. 10:00 - 12:00 á sunnudag. Á Blönduósi verður námskeið á sunnudaginn milli klukkan 14:30 - 16:30.
Meira

Miklar rafmagnstruflanir þar sem orkumálin voru rædd

Þingmenn hafa þeyst um landið þvert og endilangt í kjördæmaviku sem nú er að renna sitt skeið en einnig hefur tæknin verið nýtt til fundahalda líkt og á dögunum þegar sveitarstjórnarfólk á Norðurlandi vestra og þingmenn Norðvesturkjördæmis ræddu saman á Teams. Þingmenn fengu þá að sjá með eigin augum hve rafmagnsöryggið á landsbyggðinni getur verið ótryggt.
Meira