V-Húnavatnssýsla

Kaupmennirnir á Skagaströnd frá 1586

Út er komin bókin Kaupmennirnir á Skagaströnd frá 1586, eftir Lárus Ægi Guðmundsson þar sem rakin er saga kaupmennsku á Skagaströnd frá árinu 1586 en þá var gefið út verslunarleyfi handa Ratke Timmermann frá Hamborg.
Meira

Léttur yfir jólin – Jólalag dagsins

Fyrir jólin 1976 kom út jólaplatan Jólastjörnur með ýmsum flytjendum þar sem Ríó tríó kom heldur betur við sögu, eins og sagt er á heimasíðu Glatkistunnar. Platan naut mikilla vinsælda og mörg laganna hafa lifað með landsmönnum allt til dagsins í dag, og má þar m.a. nefna framlög Ríósins, Léttur yfir jólin og Hvað fékkstu í jólagjöf? Hér er um sömu plötu að ræða og Glámur og Skrámur slógu í gegn með Jólasyrpunni sinni, Jólahvað? og Leppur, Skreppur og Leiðindaskjóða.
Meira

Skert þjónusta á skrifstofum Sýslumannsins

Mánudaginn 13. desember nk. má búast við skertri þjónustu á skrifstofum Sýslumannsins á Norðurlandi vestra, á Blönduósi og á Sauðárkróki, vegna flutnings á tölvukerfum sýslumanna.
Meira

SSNV dregur út nöfn tveggja vinningshafa

Þátttakendum í könnun á fjarskiptasambandi í dreifbýli á Norðurlandi vestra var gefinn kostur á að skrá netfang sitt og fara í lukkupott en eins og fram kemur á vef SSNV voru vinningar ekki af verri endanum. Dregið var um tvö 10 þúsund króna gjafabréf í Sölubíl smáframleiðenda sem fer um héruð reglulega og selur gómsætan varning beint frá býli.
Meira

Á Þorláksmessukvöldi – Jólalag dagsins

Ingi Sigþór Gunnarsson syngur hér lag Skagfirðingsins Hauks Freys Reynissonar Á Þorláksmessukvöldi en það lag var frumflutt fyrir um ári síðan. Heimildir herma að Ingi Sigþór muni flytja lagið á jólatónleikum næstu tveggja helga, og er það vel. Fyrir ári síðan sagði Haukur frá tilurð lagsins a Feyki.is:
Meira

Frístundahús og bílskúrar þurfa ekki lengur byggingarleyfi

Ný reglugerð hefur tekið gildi sem ætlað er að straumlínulaga leyfisveitingaferlið við húsbyggingar. Reglugerðin kveður á um upptöku nýs kerfis við flokkun mannvirkja, sem hafa mun bein áhrif á eftirlit sveitarfélaga, meðferð umsókna og útgáfu leyfa vegna allrar mannvirkjagerðar. Á heimasíðu HMS segir að nýja flokkunarkerfið þýði að bygging einfaldari mannvirkja mun ekki lengur vera háð útgáfu byggingarleyfis, heldur nægir að hafa svokallaða byggingarheimild sem mun draga verulega úr flækjustigi í slíkum framkvæmdum.
Meira

Tvö af Norðurlandi vestra í U21-landsliðshópur LH

Guðmar Hólm Ísólfsson Líndal úr Hestamannafélaginu Þyt í Húnaþingi vestra og Þórgunnur Þórarinsdóttir, Skagfirðingi, hafa verið valin í U21-landsliðshóp LH 2022 sem kynntur var í gær. Þau koma ný inn í hópinn ásamt ásamt fjórum öðrum. Á heimasíðu Landssambands hestamanna kemur fram að Hekla Katharína Kristinsdóttir, landsliðsþjálfari U21, hafi valið 16 knapa í U21- landsliðshóp LH fyrir árið 2022. Auk Guðmars og Þórgunnar koma Arnar Máni Sigurjónsson, Egill Már Þórsson, Jón Ársæll Bergmann og Matthías Sigurðsson ný inn í hópinn.
Meira

Kvennaathvarf fest í sessi á Norðurlandi

RÚV segir frá því að kvennaathvarf á Akureyri hafi verið rekið sem tilraunaverkefni undanfarið rúmt ár en nú hefur starfsemi þess verið fest í sessi þar sem ljóst er að þörfin er mikil. Samtök um Kvennaathvarf reka athvarfið á Akureyri samhliða athvarfinu í Reykjavík.
Meira

Maður ársins á Norðurlandi vestra - Feykir auglýsir eftir tilnefningum

Líkt og undanfarin ár leitar Feykir til lesenda með tilnefningar um mann ársins á Norðurlandi vestra. Bryndís Rut Haraldsdóttir, fyrirliði kvennaliðs Tindastóls í fótbolta, var kjörinn maður ársins fyrir árið 2020 en nú er komið að því að finna verðugan aðila til að taka við nafnbótinni Maður ársins á Norðurlandi vestra 2021.
Meira

Jólin alls staðar - Jólalag dagsins

Á Facebook-síðu lögreglunnar á Norðurlandi vestra eru vegfarendur beðnir um að fara varlega í hálkunni sem nú liggur yfir öllu. „Njótið helgarinnar og aðventu jólanna,“ segir í kveðju hennar og með fylgir jólalag, fallega sungið af löggunum Ernu Kristjáns og Steinari Gunnarssyni.
Meira