V-Húnavatnssýsla

17,2 milljarðar í framlög vegna þjónustu við fatlað fólk árið 2021

Samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra hefur samþykkt tillögu ráðgjafarnefndar Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga um endanlegt skiptihlutfall vegna þjónustu við fatlað fólk á árinu 2021. Áður hafa verið gefnar út tvær áætlanir fyrir árið. Áætlað er framlög ársins 2021 nemi rúmum 17,2 milljörðum króna.
Meira

Opið hús í Grunnskóla Húnaþings vestra

Fyrr í haust var tekinn í notkun hluti nýrrar viðbyggingar við Grunnskóla Húnaþings vestra á Hvammstanga. Að því tilefni verður opið hús í skólanum á morgun, þriðjudaginn 14. desember, frá kl. 16–18 og gefst íbúum og gestum tækifæri til að skoða nýbygginguna en í viðbyggingunni er mötuneyti, fjölnota salur, rými fyrir frístundir, skrifstofur skólastjórnenda og Tónlistarskóli Húnaþings vestra. Feykir tók púlsinn örsnöggt hjá Sigurði Ágústssyni skólastjóra.
Meira

Pílufélag Hvammstanga - Áskorandapenni Patrekur Óli Gústafsson – Formaður Pílufélags Hvammstanga

Það hafði verið í umræðunni í þó nokkurn tíma hjá okkur félögunum að það væri gaman að stofna pílufélag á Hvammstanga. Áhuginn var til staðar en það eina sem þurfti var spark í rassinn til að hefjast handa.
Meira

Framtíðin er komin - Áskorandi Þorgrímur Guðni Björnsson Hvammstanga

Takk Ármann! Takk fyrir áskorunina. Þetta verður geymt en ekki gleymt. Nú þegar styttist í komu erfingjans á Neðri-Torfustöðum þá fannst mér tilvalið að ræða við verðandi foreldrana um upptöku eftirnafnsins Ármann, það var hlustað en ég veit ekki hvort samtalið hafi skilað ætluðum árangri og hugmyndin sé gleymd.
Meira

Vilja að stjórnvöld framlengi átakið Allir vinna út árið 2022

Húnahornið segir frá því að stjórn Samtaka sveitarfélaga á Norðurlandi vestra hafi skorað á ríkisstjórnina að framlengja gildistíma á verkefninu „Allir vinna“ út árið 2022. Að mati stjórnar SSNV hefur verkefnið skilað góðum árangri og skapað aukna atvinnu í kjölfar Covid-19. Fjölmargir hafi ráðist í framkvæmdir við fasteignir sínar og nýtt sér þann afslátt af virðisaukaskatti sem verkefnið felur í sér.
Meira

Félag grunnskólakennara hafnar Lífskjarasamningi og slítur kjaraviðræðum við Samband íslenskra sveitarfélaga

Í morgun sleit Félag grunnskólakennara kjaraviðræðum við Samband íslenskra sveitarfélaga, en kjarasamningur aðila rennur út um næstu áramót. Samband íslenskra sveitarfélaga hefur lagt fram tilboð á grunni Lífskjarasamnings er gildir frá 1. janúar 2022 til 31. mars 2023. Tilboðið er í samræmi við þá samninga sem Samband íslenskra sveitarfélaga og Reykjavíkurborg hafa þegar gert við aðra viðsemjendur sína.
Meira

Segir félögin ekki hafa náð saman um rekstrarfyrirkomulag Kormáks/Hvatar

Feykir sagði frá því í gær að meistaraflokkslið Kormáks og Hvatar hafi verið leyst upp en stjórnir félaganna hafa undanfarin tíu ár haldið úti sameiginlegum meistaraflokki. Að sögn Björgvins Brynjólfssonar, fráfarandi formanns meistaraflokksráðs Kormáks/Hvatar, hafði meistaraflokksráði verið gefið umboð til að stjórna því starfi án aðkomu aðalstjórna eða knattspyrnunefnda félaganna.
Meira

Soroptimistafélagið Við Húnaflóa tók þátt í að roðagylla heiminn

Í ár, eins og mörg undanfarin ár, slóust Soroptimistar um allan heim í för með um 6000 samtökum í 187 löndum sem leidd eru af Sameinuðu þjóðunum til að vekja athygli á kynbundnu ofbeldi gegn stúlkum og konum með þátttöku í 16 daga átakinu #roðagyllumheiminn, #orangetheworld. Roðagyllti liturinn sem er litur átaksins táknar bjartari framtíð án ofbeldis gegn konum og stúlkum.
Meira

Jólastemning í sundlauginni á Skagaströnd

Það hefur væntanlega ekki farið framhjá neinum að það styttist í jólin. Í öllu hafaríinu sem fylgir undirbúningi jólanna er það að sjálfsögðu tilvalin hugmynd að láta streituna líða úr sér í heitum potti. Á Skagaströnd taka heimamenn þetta jafnvel skrefinu lengra því fram að jólum býðst þeim sem koma í heita pottinn í sundlauginni að fá rjúkandi heitt kakó með rjómatopp í boði hússins.
Meira

Soroptimistasambands Íslands roðagyllir heiminn

Guðrún Lára Magnúsdóttir, forseti Soroptimistasambands Íslands, mun afhenda Kvennaráðgjöfinni, sem er ókeypis lögfræði-og félagsráðgjöf fyrir konur, og Sigurhæðum á Selfossi, sem er ný þjónusta á Suðurlandi fyrir konur 18 ára og eldri sem eru þolendur kynbundins ofbeldis í hvaða mynd sem er, fjárstyrki á lokadegi 16 daga átaksins gegn kynbundnu ofbeldi sem lýkur í dag, 10. desember, á Alþjóða mannréttindadeginum sem jafnframt er dagur Soroptimista í heiminum. Styrkirnir eru afrakstur söfnunar allra klúbba landsins.
Meira