V-Húnavatnssýsla

Gul viðvörun fyrir Norðurland vestra upp úr hádegi

Enn ein veðurviðvörunin hefur verið gefin út af Veðurstofu Íslands en suðaustan stormur eða rok mun ráða ríkjum á landinu öllu í dag með snjókomu og síðar talsverðri slyddu eða rigningu samfara hlýnandi veðri.
Meira

Matgæðingur vikunnar - Nautavefjur og epladásemd

Þröstur Magnússon fékk áskorun frá vini sínum, Árna Geir Sigurbjörnssyni, og var Þröstur ekki lengi að koma með tvær uppskriftir sem ykkur á örugglega eftir að líka vel við. Þröst þekkja margir á Króknum en hann er eigandi Myndunar hf. sem býður upp á ýmiss konar þjónustu, allt frá fatamerkingum upp í bílamerkingar ásamt ýmsu öðru.
Meira

Alvarleg vanræksla á búfé kærð til lögreglu

Matvælastofnun hefur kært til lögreglu alvarlega vanrækslu á búfé á nautgripa- og sauðfjárbúi á Vesturlandi en eftir því sem fram kemur á heimasíðu stofnunarinnar er um að ræða eitt umfangsmesta og alvarlegasta dýravelferðarmál sem komið hefur upp hér á landi.
Meira

Krefjast þess að Rússar stöðvi hernaðaraðgerðir

Íslensk stjórnvöld fordæma harðlega víðtækar árásir rússneskra stjórnvalda á Úkraínu og lýsa harmi yfir þeirri eyðileggingu og þjáningu sem slík innrás óhjákvæmilega veldur. Þetta kemur fram á vef Stjórnarráðs Íslands. „Hugur okkar er hjá því saklausa fólki sem verður fyrir barðinu á stríðsrekstri og ógnartilburðum Rússlands í Úkraínu. Ísland fordæmir harðlega ólögmæta innrás Rússlands í Úkraínu sem á sér enga réttlætingu. Við krefjumst þess að Rússar stöðvi hernaðaraðgerðir sínar sem geta valdið miklum hörmungum. Árásin er alvarlegt brot á alþjóðalögum og kallar á hörð viðbrögð frá alþjóðasamfélaginu,” segir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.
Meira

Metfjöldi smitaðra

„Enn einn daginn heldur Covid smitum áfram að fjölga hér í umdæminu. Miklar breytingar verða á föstudaginn eins og flestum er líklega kunnugt um. Heilbrigðisráðherra hefur ákveðið að frá og með föstudeginum 25. febrúar verði öllum opinberum sóttvarnaaðgerðum vegna heimsfaraldurs COVID-19 aflétt, jafnt innanlands og á landamærunum,“ segir í tilkynningu frá aðgerðastjórn almannavarna á Norðurlandi vestra í gærkvöldi.
Meira

Aflétting allra takmarkana innanlands og á landamærum

Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra hefur ákveðið að frá og með föstudeginum 25. febrúar verði öllum opinberum sóttvarnaaðgerðum vegna heimsfaraldurs COVID-19 aflétt, jafnt innanlands og á landamærunum. Þar með falla brott allar reglur um takmarkanir á samkomum og skólahaldi og einnig krafa um einangrun þeirra sem sýkjast af COVID-19.
Meira

Viltu vera með í fyrirtækjakönnun landshlutanna 2022?

„Fyrirtækjakönnun landshlutanna er á vegum allra landshlutasamtaka á landsbyggðinni, atvinnuþróunarfélaga og Byggðastofnunar. Hún er ætluð öllum, stórum og smáum rekstraraðilum/fyrirtækjum sem eru í framleiðslu eða bjóða þjónustu. Markmiðið er að kanna hver staða þeirra er til að geta stutt þau betur hvar sem þau eru á landinu,“ segir í kynningu á vef SSNV.
Meira

Þök fjúka og enn ein veðurviðvörunin í kortunum

Björgunarsveitir í Húnavatnssýslum sinntu nokkrum útköllum er óveðrið gekk yfir landið í fyrrinótt en m.a. fauk þak af fjárhúsi í Víðidalstungu II í Víðidal þar sem 600 kindur voru á húsi. Á vef RÚV kemur fram að þak hafi fokið að hluta á öðru fjárhúsi í Húnaþingi. Skepnunum varð þó ekki meint af. Gul veðurviðvörun fyrir Norðurland vestra eftir hádegið.
Meira

Horft til framtíðar - Leiðari Feykis

Þá er það ljóst að Skagfirðingar eru sameinaðir í eitt sveitarfélag eftir kosningar helgarinnar og Húnvetningar til hálfs í Austursýslunni. Margir vilja meina að hér hafi verið stigið stórt framfaraskref fyrir viðkomandi samfélög íbúum öllum til heilla. Aðrir eru efins og óttast að þeirra hlutur muni skerðast í stærra sveitarfélagi.
Meira

Farsælt skólastarf til framtíðar - Skólaþing sveitarfélaga fór fram í gær

Fyrsti hluti skólaþings sveitarfélaga fór fram í gær á netinu en þingið átti að fara fram í fyrra, 2021, 25 árum frá yfirfærslu grunnskóla frá ríki til sveitarfélaga. Þinginu er skipt upp í fimm hluta og verður dagskránni skipt upp á nokkra mánudaga, sem gerir það m.a. að verkum að þátttakendur geta tekið þátt í öllum málstofum en þurfa ekki að velja á milli þeirra.
Meira