V-Húnavatnssýsla

Smitum fjölgar á Norðurlandi vestra

Samkvæmt nýrri stöðutöflu frá aðgerðastjórn almannavarna á Norðurlandi vestra hefur orðið töluverð aukning í smitum í umdæminu þar sem 97 einstaklingar eru skráðir í einangrun. Enginn er í sóttkví enda búið að fella hana niður með reglugerð sem birt var sl. föstudag en þá losnuðu hátt í 10.000 manns undan þeim sóttvarnaraðgerðum á landsvísu.
Meira

Jafnréttisdagar háskólanna hefjast í dag

Slaufunarmenning, stafrænt ofbeldi, stéttskipting í íslensku ljósi, viðhorfsbreytingar tengdar #metoo, frjósemisréttindi fatlaðra kvenna, valdójafnvægi innan íþrótta, textíll og hringrásarkerfi sem jafnréttismál, ljósmyndasýning tengd mannúðarstörfum kvenna og staða jafnréttismála innan háskóla landsins er meðal þeirra fjölbreyttu umfjöllunaref
Meira

Svandís staðfestir svikin við sjávarbyggðirnar!

Hinn 7. febrúar sl. spurði ég Svandísi Svavarsdóttur, matvælaráðherra, á Alþingi hvort hún hygðist styðja frumvarp Lilju Rafneyjar Magnúsdóttur um að tryggja 48 veiðidaga strandveiðanna, festa í lög og auka heimildir ráðherra til að flytja milli flokka innan atvinnu- og byggðakvótakerfisins. Svandís hafði þá nýlokið við að skerða þorskveiðiheimildir í strandveiðikerfinu um 1.500 tonn sem var fyrsta embættisverk hennar í nýrri ríkisstjórn. Ég fór fram á einfalt svar frá ráðherra, já eða nei.
Meira

Fleinn og Herdís Einars sigruðu í 1. flokki í gæðingatölti

Fyrsta mótið í vetrarmótaröð Hestamannafélagsins Þyts í Húnaþingi vestra var haldið í Þytshöllinni föstudagskvöldið 11. febrúar. Keppt var í gæðingatölti og segir á heimasíðu félagsins að þátttaka hafi verið ágæt.
Meira

Búðingar og Buff-stroganoff

Matgæðingurinn í tbl 18 í fyrra, 2021, var Birgitta Pálsdóttir á Sauðárkróki sem tók áskorun elskulegrar dóttur sinnar, Herdísar Pálmadóttur. Birgitta starfaði sem ljósmóðir hjá HSN í mörg ár en er nú iðin fyrir Félag eldri borgara á Króknum. Birgitta segist vera orðin afar löt við að matbúa, finnst leiðinlegt að elda handa þeim hjónakornunum, en slær gjarnan upp veislu ef von er á fleirum til að snæða.
Meira

Bjarni Haraldsson - Minning

Það er með djúpri virðingu og þakklæti sem ég að leiðarlokum kveð tengdaföður minn Bjarna Haraldsson, kaupmann á Sauðárkróki. Bjarni hefur verið órjúfanlegur hluti af lífi mínu frá því að ég kynntist honum Lárusi Inga. Örfáum árum áður höfðu Dísa tengdamamma, sem þá var orðin ekkja og Bjarni hafið búskap. Ástarsaga Dísu og Bjarna er um margt sérstök, þau kynnast ung, þekkjast í áratugi og sennilega hefur hann Bjarni beðið lengi eftir henni Dísu sinni. Afrakstur ástar þeirra er hann Lárus minn sem naut þess í raun að eiga tvo feður, dásamlega menn sem báðir reyndust honum vel.
Meira

Bændur fá stuðning vegna hækkunar áburðaverðs

Matvælaráðuneytið hefur tekið ákvörðun um ráðstöfun 700 m. kr. framlags í fjárlögum 2022 til að koma til móts við aukinn kostnað vegna áburðarkaupa. Gert er ráð fyrir að verja 650 m. kr. í beinan stuðning við bændur og 50 m. kr. í sérstakt átak um bætta nýtingu áburðar og leiðir til að draga úr notkun hans sem Ráðgjafamiðstöð landbúnaðarins (RML) verður falið að framkvæma samkvæmt sérstökum samningi þess efnis.
Meira

Matgæðingur vikunnar - Gúllassúpa og gerbollur

Það er Árni Geir Sigurbjörnsson sem er matgæðingur vikunnar, tbl 6 2022, að þessu sinni en hann er fæddur og uppalinn á Sauðárkróki. Konan hans, Katla Gísladóttir, á einnig rætur að rekja í Skagafjörðinn en er uppalin á Suðurlandi. Þau eiga saman tveggja ára tvíburastelpur, Hildi Ingu og Telmu Rún. Árni Geir starfar sem smiður og Katla vinnur hjá Mannvit og starfar við brunahönnun.
Meira

Svf. Skagafjörður tekur þátt í stofnun Húsnæðissjálfseignarstofnun á landsbyggðinni

Sveitarstjórn samþykkti í gær að Sveitarfélagið Skagafjörður taki þátt í stofnun fyrirhugaðrar húsnæðissjálfseignarstofnunar og mun sveitarstjóri taka þátt í stofnfundi og undirrita stofnskjöl fyrir hönd sveitarfélagsins. Samþykkt var að leggja fram allt að 100.000 kr. stofnfé.
Meira

Mikilvægar kosningar framundan – Leiðari Feykis

Nú er rétt rúm vika í sameiningarkosningar og spennan alveg að fara með mannskapinn, eða ekki! En hvernig sem spennan er þá verður kosið þann 19. febrúar næstkomandi um sameiningu Blönduósbæjar og Húnavatnshrepps annars vegar og Akrahrepps og Sveitarfélagsins Skagafjarðar hins vegar.
Meira