V-Húnavatnssýsla

Tré ársins 2024 í Varmahlíð Skagafirði

Í tilefni útnefningar Tré ársins 2024 verður viðburður í Varmahlíð í Skagafirði sunnudaginn 8. september nk. kl. 16:00.
Meira

Gestadagur á Reynistað

Gestadagur á fornleifasvæðinu á Reynistað í Skagafirði laugardaginn 31. ágúst kl. 14:00. Boðið verður upp á leiðsögn, á ensku og íslensku, um uppgröftinn sem fró fram í sumar. Þeir sem hafa áhuga á að mæta koma við Reynistaðakirkju. Allir velkomnir
Meira

Akureyrarvaka um helgina í norðlenskri hitabylgju

Akureyringar bjóða til veislu um næstu helgi en Akureyrarvaka verður haldin dagana 30. ágúst - 1. september, með glæsilegum tónleikum á Ráðhústorgi, háskalegri Draugaslóð á Hamarkotstúni, Víkingahátíð og fleiru. Rétt innan við 80 viðburðir eru á dagskrá og enn eru að bætast við fleiri atriði. Veðurstofan gerir ekki ráð fyrir sólríkum dögum á Akureyri en mini hitabylgju virðist þó vera spáð, 18 gráður á laugardeginum og ætti því að vera í lagi að vera í stutterma en vissara að hafa regnstakkinn innan seilingar.
Meira

Fimm prósent af alþingismanni | Hjörtur J.Guðmundsson skrifar

Fámennasti þingflokkurinn á Alþingi eins og staðan er í dag, Miðflokkurinn, telur einungis tvo þingmenn af 63 eða sem nemur rétt rúmlega 3% af heildarfjöldanum. Vitanlega er það ekki ávísun á mikil áhrif þó vissulega megi segja að flokkurinn eigi „sæti við borðið“ eins og það er kallað. Hins vegar er vægi Miðflokksins margfalt á við það vægi sem Ísland hefði allajafna innan Evrópusambandsins kæmi til inngöngu landsins í það.
Meira

Slæmur skellur heimamanna á Blönduósi í dag

Nítjánda umferðin í 2. deild karla í fótbolta var spiluð í dag og á Blönduósi tóku liðsmenn Kormáks/Hvatar á móti Þrótti úr Vogum sem eru í baráttunni um sæti í Lengjudeildinni að ári. Þeir skoruðu strax í byrjun leiks og bættu við marki rétt fyrir hlé og eftir það sáu heimamenn ekki til sólar. Lokatölur 0-5 og Húnvetningar nú komnir í bullandi baráttu fyrir sæti sínu í deildinni.
Meira

Stólastúlkur taka á móti liði Keflavíkur í dag

Síðasta umferðin í Bestu deild kvenna fer fram í dag og hefjast allir leikirnir kl. 14:00. Á Sauðárkróksvelli verður mikilvægur leikur í botnbaráttunni þar sem lið Tindastóls tekur á móti botnliði Keflavíkur. Nú þurfa stuðningsmenn Stólastúlkna að skella sér í regngallann og fjölmenna á völlinn og styðja stolt Norðurlands vestra í fótboltanum. Oft var þörf en nú er nauðsyn.
Meira

„Ég prjóna aldrei meira en þegar mikið er í gangi í vinnu og einkalífi“

Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir er gift Pétri Helga Stefánssyni og búa þau í Skagafirði. Þau hjónin eru að flytja milli heimila þessa dagana en eru enn með lögheimili í Víðidal. Gréta Sjöfn starfar sem félagsmálastjóri í Skagafirði og ber einnig ábyrgð á þjónustu við fatlað fólk í Húnavatnssýslum og Barnaverndarþjónustu Mið-Norðurlands.
Meira

Rabb-a-babb 231: Valdimar

Að þessu sinni er það Valdimar H. Gunnlaugsson sem svarar Rabb-a-babbi. Hann býr á Hvammstanga og á þrjá stráka; Viktor Kára, Róbert Sindra og Tómas Braga. „Mamma mín heitir Anna Rósa Jóhannsdóttir og pabbi minn hét Gunnlaugur Pétur Valdimarsson. Fyrstu árin mín bjó ég á Kollafossi í Miðfirði en flutti tíu ára til Dalvíkur og kláraði þar grunnskólann,“ segir Valdimar en hann er enn í grunnskólanum, kennir við Grunnskóla og Tónlistarskóla Húnaþings vestra. Hann er fæddur 1985.
Meira

Hátt í helmingi fleiri laxar veiðst í Miðfjarðará í ár en í fyrrasumar

Húnahornið segir frá því að Miðfjarðará ber höfuð og herðar yfir húnvetnskar laxveiðiár en síðustu sjö daga hafa veiðst rúmlega 210 laxar í ánni á tíu stangir, sem samsvarar þremur löxum á stöng á dag. Heildarveiðin er komin í 1.701 lax en á sama tíma í fyrra var hún um 890 laxar og vikuveiðin 107 laxar. Líklega mun veiði í ánni tvöfaldast í sumar miðað við fyrrasumar. Miðfjarðará er þriðja aflamesta á landsins en fyrir ofan hana eru Þverá/Kjarrá með 1.909 laxa og Ytri-Rangá með 2.536 laxa.
Meira

Smalahundakeppni í Vatnsdal um helgina

Smalahundafélag Íslands stendur fyrir landskeppni smalahunda nú um helgina og fer keppnin fram á Ási í Vatnsdal. Keppt verður í unghundaflokki, A-flokki og B-flokki. Keppni hefst klukkan 10 bæði laugardag og sunnudag.
Meira