V-Húnavatnssýsla

Valur Freyr ráðinn slökkviliðsstjóri í Húnaþingi vestra

Valur Freyr Halldórsson verður nýr slökkviliðsstjóri Brunavarna Húnaþings vestra frá 1. nóvember næstkomandi. Starfið, sem er 75% starf, var auglýst laust til umsóknar í síðasta mánuði með umsóknarfresti 1. október. Ein umsókn barst. Hvanndalsbróðirinn Valur hefur raunar gegnt starfinu frá í fyrra en þá var staðan auglýst til eins árs.
Meira

Fyrsti heimaleikur stelpnanna í Bónusdeildinni

Fyrsti heimaleikur stelpnanna í Bónusdeildinni fer fram í kvöld þegar Stjarnan kemur norður.
Meira

Þetta er allt að koma...| Eyjólfur Ármannsson skrifar

„Þetta er allt að koma“ eru einkunnarorð ríkisstjórnarinnar varðandi viðvarandi verðbólgu og þá óboðlegu vaxtakúgun sem almenningur hefur þurft að þola undanfarin ár. Ísland er með hæstu stýrivexti í hinum vestræna heimi. Aðeins fjögur lönd í Evrópu eru með hærri stýrivexti en Ísland: Rússland, Úkraína, Hvíta-Rússland og Tyrkland.
Meira

Náttúrustofa Norðurlands vestra og Selasetur Íslands gera nýjan samning

Selasetur Ísland og Náttúrustofa Norðurlands vestra hafa gert með sér nýjan samstarfssamning. Á vef Selasetursins segir að Selasetrið og NNV hafa verið í nánu og góðu samstarfi undanfarin ár. Á Hvammstanga hafi verið staðsettir starfsmenn NNV sem hafi verið virkir þátttakendur í því vísindasamfélagi sem þar er.
Meira

Aurskriða féll í Svartárdal

Aurskriða féll á Svartárdalsveg í Húnavatnssýslu í dag og hefur lokað veginum. Guðmundur Guðbrandsson, bóndi á Bergsstöðum sagði í samtali við ruv.is, að skriðan hefði haft töluverð áhrif. Vegurinn hafi rofnað og að sveitin fyrir innan sé svo gott sem lokuð. Hægt sé að aka heiðina en hún sé varla fólksbílafær. Þá sé ekki vitað hvort kindur hafi orðið undir skriðunni.
Meira

Langi Seli og Skuggarnir á Sauðárkróki

Langi Seli og Skuggarnir troða upp á Grána Bistro föstudagskvöldið 4. október næstkomandi og byrja tónleikarnir kl. 21.00.
Meira

Bónusdeild karla hefst í kvöld

Bónusdeild karla hefst í kvöld þegar Tindastóll tekur á móti KR í Síkinu. Á Facebooksíðu Tindastóls segir að fyrir leik gefst árskorthöfum tækifæri til að hittast í þjálfaraspjalli frá kl 17.45, í nýrri aðstöðu körfuknattleiksdeildarinnar í norðurhlutanum á Ábæ. Allir árskorthafar eru hvattir til að mæta þangað, spjalla og skiptast á hugmyndum. Leikurinn hefst á slaginu 19:15, hamborgararnir verða á grillinu frá 18:30.
Meira

Myrkrið nálgast

Nú er haustið að ganga í garð, dagarnir að styttast og næturmyrkrið
Meira

Hljómar kunnuglega ekki satt? | Hjörtur J. Guðmundsson skrifar

Mjög langur vegur er frá því að helztu lögspekingar landsins séu einróma í þeirri afstöðu að rétt sé að frumvarp Þórdísar Kolbrúnar Reykfjörð Gylfadóttur, utanríkisráðherra og varaformanns Sjálfstæðisflokksins, sem kennt hefur verið við bókun 35 við EES-samninginn, verði að lögum þrátt fyrir fullyrðingar stjórnvalda um annað. Frumvarpið felur sem kunnugt er í sér að bundið verði í lög að regluverk frá Evrópusambandinu sem innleitt er hér á landi í gegnum samninginn hafi forgang gagnvart innlendri lagasetningu.
Meira

Rafmagnslaust frá Vestfjörðum til Húsavíkur

Rafmagnslaust varð allt frá Vestfjörðum til Húsavíkur um hádegisbilið. Óhappið má rekja til Norðuráls en svo virðist sem óhapp þar hafi aukið þannig álagið á rafkerfi Landsnets að rafmagnið sló út óvenju víða.
Meira