Blessuð sértu sveitin mín

24. október Hvað er að gerast Miðgarður Varmahlíð
24 okt
Það er svo sannarlega óhætt að lofa frábærri skemmtun þar sem söngur og gamanmál verða fléttuð saman af einstakri snilld Þegar Óskar Pétursson kemur fram ásamt fylgdarliði. Óskari til fulltingis verður hljómsveit undir stjórn Valmars Väljaots, karlakórinn Heimir undir stjórn Jóns Þorsteins Reynissonar og góðir gestir frá Álftagerði sem munu að ekki láta sitt eftir liggja í söng og gleði.
 
Óskar Pétursson Álftagerðisbróðir á að baki langan og farsælan feril sem söngvari og skemmtikraftur. Síðast þegar hann hélt tónleika fyllti hann Eldborg í Hörpu tvisvar sinnum og Hof á Akureyri þrisvar sinnum.
 
Tryggðu þér miða á einstak skemmtun þar sem tónlist og gamanmál fer saman. Miðasala hefst 9.júlí kl 10:00 á tix.is
 
Söngur:
Óskar Pétursson
Karlakórinn Heimir
Gestir frá Álftagerði
Kynnir:
Atli Gunnar Arnórsson
Hljómsveitarstjóri:
Valmars Väljaots
Undirleikur:
Alexander Edelstein

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.