Bókakynning og upplestur
13. desember kl. 15:00-17:00
Hvað er að gerast
Byggðasafn Skagfirðinga
13
des
Laugardaginn 13. desember næstkomandi fögnum við því að Sumardagur í Glaumbæ og Vetrardagur í Glaumbæ, barnabækur Byggðasafns Skagfirðinga, eru nú komnar út á pólsku!
Ewelina Kacprzycka, sem snaraði bókunum á pólsku, mun lesa upp úr bókunum (á pólsku) en upplestur hefst kl. 15:10 í baðstofunni í Glaumbæ. Í bókunum fylgjum við tveimur börnum og heimilishundinum einn dag í lífi þeirra. Þetta eru sögulegar skáldsögur sem veita börnum sem fullorðnum innsýn í líf og störf barna á Íslandi á seinni hluta 19. aldar.
Þá verður kaffistofan í Áshúsi opin kl. 15-17 og jólalegar veitingar á boðstólunum.
Hægt verður að kaupa bækurnar á íslensku og pólsku og veittur verður 10% afsláttur ef keyptar eru tvær bækur!
Hlökkum til að sjá ykkur!
Viðburðinn með frekari upplýsingum má finna hér: https://fb.me/e/5YGOLRhDe

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.