Hólahátíð
Hólahátíð 16.-17. ágúst 2025
Laugardagur 16. ágúst
Hólahátíð barnanna
Kl. 14.00 Dagskrá fyrir börn á vegum skátafélagsins Eilífsbúa.
Kl. 16.00 Söngstund í Hóladómkirkju í umsjá Gunnars Rögnvaldssonar.
Kl. 16.30 Grill við Auðunarstofu.
Sunnudagur 17. ágúst
Kl. 14.00 Hátíðarmessa í Hóladómkirkju. Sr. Gísli Gunnarsson vígslubiskup prédikar. Sr. Halla Rut Stefánsdóttir, sr. Sigríður Gunnarsdóttir prófastur, sr. Jón A. Baldvinsson fyrrum vígslubiskup og sr. Solveig Lára Guðmundssdóttir fyrrum vígslubiskup þjóna fyrir altari. Skagfirski kammerkórinn og Kirkjukór Hóladómkirkju syngja. Organistar eru Jóhann Bjarnason og Valmar Väljots. Einnig syngja Óskar Pétursson og Ívar Helgason í messunni.
Veislukaffi
Kl. 16.00 Hátíðarsamkoma í Hóladómkirkju
Ávarp flytur sr. Gísli Gunnarsson vígslubiskup.
Söngur: Óskar Pétursson og Ívar Helgason. Meðleikari: Valmar Väljots.
Söngur: Valgerður Rakel Rúnarsdóttir og Dagmar Helga Helgadóttir. Meðleikari: Ragnar Þór Jónsson
Hólaræðuna flytur frú Halla Tómasdóttir, forseti Íslands.
Velkomin heim að Hólum á Hólahátíð.
Hólanefnd
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.