Minningarmót Evu Hrundar
Golfklúbburinn Ós heldur Minningarmót Evu Hrundar þann 13. júlí. Þetta er opið kvennamót þar sem keppt verður í þremur flokkum, ræst verður út af öllum teigum kl. 10.
Vegleg verðlaun eru í boði; Fyrstu þrjú sæti allra flokka, nándarverðlaun á tveimur brautum og dregið úr skorkortum viðstaddra í dásamlegu vöfflukaffi í mótslok. Skráning í Golfbox fyrir kl. 18:00 laugardaginn 12. júlí.
Eru allar konur hvattar til að taka þátt í þessu fallega móti.
Hlökkum til að taka á móti ykkur,
Undirbúningsnefndin.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.