Sumarkjóla og búbbluhlaup á Króknum
23. ágúst kl. 15:00-17:00
Hvað er að gerast
Veitingastaðurinn Sauðá á Sauðárkróki
23
ágú
Náðir þú ekki að nota sumarkjólinn eða hlaupaskóna eins oft og þú stefndir að í sumar? Engar áhyggjur, núna skellir þú þér bara í kjólinn og reimar á þig hlaupaskóna og hittir okkur á pallinum við Sauðá kl. 15 laugardaginn 23. ágúst nk. Hlaupahópurinn 550 rammvilltar í samstarfi við Sauðá ætla að taka ca. 5 km freyðivínshlaup/skokk/göngu í okkar fallega nærumhverfi, um Litla skóg og Skógarhlíðina og enda svo aftur á Sauðá og skála fyrir okkur og sumrinu.
Viðburðurinn er fyrir ÖLL 20 ára og eldri - hvert og eitt fer á sínum hraða, stoppar á drykkjarstöð til að vökva sig, dansa og njóta útiverunnar.
"Aðgangseyrir": Ein 750 ml. köld freyðivínsflaska
Gott er að taka með sér glas.

Sjáumst, skokkum og skálum
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.