Forvitnilegt myndskeið frá heimsókn Kristjáns Eldjárns til Skagafjarðar fyrir 56 árum
feykir.is
Skagafjörður, Mannlíf, Lokað efni
21.08.2025
kl. 08.39

Kristján Eldjárn, lengst til vinstri, hlýðir á ræðu Guðjóns Ingimundarsonar á tröppum gamla pósthússins á Kirkjutorgi. SKJÁSKOT
Kvikmyndasafn Íslands hefur sett inn mikið efni eftir Vigfús Sigurgeirsson á vef sinn islandafilmu.is. Feyki barst ábending frá safninu um myndskeið frá opinberri heimsókn forsetahjónanna Kristjárns og Halldóru Eldjárns á Norðurlandi í ágúst árið 1969. Það er örugglega gaman fyrir fólk fætt fyrir og um 1960 að vita hvort það þekkir ekki einhver þeirra mýmörgu andlita sem ber fyrir sjónir.