50 ára afmæli Krabbameinsfélags Austur-Húnvetninga

Í tilefni af 50 ára afmæli Krabbameinsfélags Austur-Húnvetninga, býður félagið til  afmælisveislu í Félagsheimilinu á Blönduósi nk. sunnudag 3. mars kl. 15:00.  

Á dagskrá verða ávörp, tónlistaratriði og veislukaffi en þeir tónlistarmenn sem koma fram eru Friðrik Halldór trúbador, Hugrún Lilja Pétursdóttir píanó, Hugrún og Jonni og Karlakór Bólstaðarhlíðarhrepps. Allir eru hjartanlega velkomnir og vill félagið þakka öllum sem veitt hafa stuðning á liðnum árum.

Krabbameinsfélag Austur-Húnavatnssýslu var stofnað 2. nóvember 1968 og kemur fram á heimasíðu Krabbameinsfélags Íslands að félagsmenn séu um 240 talsins. Á hverju ári veitir félagið styrki til að létta undir með þeim sem greinst hafa með krabbamein. Formaður stjórnar félagsins er Sveinfríður Sigurpálsdóttir.

Félagið reiðir sig hverju sinni á íbúa í héraðinu með árlegri sölu ýmissa hluta og minningarkorta, auk félagsgjalda. Á hverju ári veitir félagið styrki til fólks til að létta undir með afleiðingum sjúkdómsins. Veittir eru styrkir, m.a. vegna rannsókna erlendis í svonefndum jáeindaskanna og greitt fyrir dvöl í íbúðum.

Sjá nánar HÉR

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir