Á morgun tekur dag að lengja á ný

Mynd: Stjornufraedi.is
Mynd: Stjornufraedi.is

Í dag, 21. desember, eru vetrarsólstöður eða vetrarsólhvörf, nánar tiltekið klukkan 22:23 í kvöld. Það þýðir að í dag er halli norðurhvels jarðarinnar frá sólu mestur og því er sól lægst á lofti frá okkur séð og birtustundir fæstar. Á morgun tekur því daginn aftur að lengja.

Á Vísindavefnum segir svo um sólstöður eða sólhvörf og er skýringin sótt í bókina Stjörnufræði-Rímfræði (1972:71)

„sú stund, þegar sól kemst lengst frá miðbaug himins til norðurs eða suðurs. Sólstöður eru tvisvar á ári, á tímabilinu 20.-22. júní 20.-23. desember. Um sumarsólstöður er sólargangurinn lengstur, en um vetrarsólstöður stytztur ... Nafnið sólstöður mun vísa til þess að sólin
stendur kyrr, þ.e. hættir að hækka eða lækka á lofti.“

Á Stjörnufræðivefnum má finna góða samantekt og fróðleik um vetrarsólstöður. Þar segir m.a. að í dag rísi 

„sólin kl. 11:22 og sest kl. 15:29 í Reykjavík, svo lengd dagsins er aðeins 4 klukkustundir og 7 mínútur. Eftir tæplega mánuð verða birtustundirnar orðnar rúmlega fimm, svo breytingin er býsna hröð.
Á Akureyri rís sólin kl. 11:38 og sest kl. 14:42, svo fullrar dagsbirtu nýtur aðeins í 3 klukkustundir og 4 mínútur.
Fæstar eru birtustundirnar í Grímsey, aðeins rúmlega tvær stundir.
Vetrarsólstöður marka upphaf vetrar á norðurhveli en upphaf sumars á suðurhveli – ef við skilgreinum árstíðirnar milli sólstaða og jafndægra.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir