Stór vika hjá Pílukastfélagi Skagafjarðar
Vikan sem leið var stór vika hjá Pílukastfélagi Skagafjarðar (PKS). Síðastliðinn miðvikudag var haldin svokölluð Krakkadeild þar sem 23 krakkar tóku þátt og kepptu í fjórum deildum. Á föstudaginn voru svo haldið meistaramót U14 þar sem 20 krakkar tóku þátt.
Júlíus Helgi segir þetta ótrúlegan fjölda en þetta mót hjá okkur er svipað fjölmennt og sjálft Íslandsmót ungmenna í þessum flokki og fjölmennara en nokkur af Dartungmótunum. „Einnig er vert að minnast á að ég held (án þess að ég hafi neinar heimildi) að þetta sé fyrsta skiptið á Íslandi að félag/klúbbur hafi getað haldið sér meistaramót fyrir stelpur undir 14 ára og yngri en þá er nánast óþekkt að það séu svona margar stelpur að æfa pílu hjá sama félaginu en sex stelpur skráðu sig til leiks hjá okkur.“
Að lokum var svo haldið meistaramót fullorðina á laugardaginn þar sem Þórður Ingi Pálmason og Hrefna Gerður Björnsdóttir fóru með sigur að hólmi og eru því Skagafjarðarmeistarar í pílukasti.
