Ætir eða eitraðir sveppir?

Þó berserkjasveppurinn sé fallegur ætti fólk að varast hann þar sem hann er eitraður. Mynd: wikibooks.org
Þó berserkjasveppurinn sé fallegur ætti fólk að varast hann þar sem hann er eitraður. Mynd: wikibooks.org

Matvælastofnun hefur sent frá sér fréttatilkynningu þar sem athygli þeirra sem stunda sveppatínslu eða -ræktun er vakin á því hve nauðsynlegt er að hafa góða þekkingu á sveppum til að geta greint á milli ætisveppa og þeirra óætu.

Í fréttatilkynningu Matvælastofnunar segir:

Norræna ráðherranefndin hefur gefið út skýrslu með ráðleggingum um ætisveppi sem ætlaðar eru matvælafyrirtækjum, verslunum og opinberu matvælaeftirliti. Markmið skýrslunnar er að m.a. að tryggja að neytendum bjóðist sveppir sem eru rétt tegundagreindir og öruggir til neyslu.

Skýrslunni er skipt í tvo hluta: Fyrri hlutinn inniheldur Norrænan spurningalista, ásamt leiðbeiningalistum yfir ætisveppi sem selja má á markaði. Í seinni hlutanum er að finna almennar bakgrunnsupplýsingar um sveppina, ásamt áhættumati fyrir yfir 100 tegundir of sveppum m.t.t. eiturefnainnihalds og hvort öruggt sé að neyta þeirra. Nálgast má fyrri hluta skýrslunnar á íslensku og fyrri og seinni hluta á ensku hér að neðan. 

Ítarefni 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir