Arnar Már Elíasson skipaður forstjóri Byggðastofnunar

Sigurður Ingi Jóhannsson, innviðaráðherra, hefur skipað Arnar Má Elíasson forstjóra Byggðastofnunar til næstu fimm ára. Frá þessu er greint á heimasíðu stofnunarinnar. Arnar Már var valinn úr hópi margra hæfra umsækjenda að fengnum tillögum frá ráðgefandi hæfnisnefnd og stjórn Byggðastofnunar. Skipan í embættið tók gildi 16. september.

"Arnar Már lauk B.A.-prófi í hagfræði frá Winthrop University í USA og meistaragráðu í opinberri stjórnsýslu frá Háskóla Íslands. Arnar Már hefur starfað við fjármál og lánastarfsemi frá árinu 2004 hjá SPRON, Íslandsbanka og síðar Byggðastofnun.

Frá 1. febrúar á þessu ári hefur Arnar Már verið starfandi forstjóri Byggðastofnunar en var áður forstöðumaður fyrirtækjasviðs Byggðastofnunar og staðgengill forstjóra frá árinu 2016. Arnar Már leiddi m.a. vinnu við mikilvægt samkomulag Byggðastofnunar við European Investment Fund (EIF) um innleiðingu á COSME ábyrgðakerfi. Við þá vinnu fór fram heildarendurskoðun á lánaflokkum stofnunarinnar og veigamiklar breytingar gerðar á eldri flokkum og nýir stofnaðir. Með breytingunum jókst eftirspurn í lánveitingar Byggðastofnunar og efldi þar með aðgengi landsbyggðanna að lánsfé.," segir á byggdastofnun.is.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir