Blanda í þriðja sæti á landsvísu

Blanda. Mynd:FE
Blanda. Mynd:FE

Laxveiði í húnvetnskum ám er mun minni nú en á sama tíma á síðasta ári. Mest hefur veiðst í Blöndu en þar höfðu veiðst 135 laxar á miðvikudaginn var skv. tölum sem birtar eru á vefsíðu Landsssambands veiðifélaga, angling.is. en á sama tíma í fyrra var veiðin þar 299 laxar. Blanda er í þriðja sæti á listanum yfir laxveiðiár á landinu en í fjórða sæti er Miðfjarðará með 118 laxa, var með 320 í fyrra.

Víðidalsá er í 13. sæti með 35 laxa miðað við 76 á síðasta ári og Vatnsdalsá í því 17. með 21 lax en var með 95 í fyrra. Í Laxá á Ásum hafa nú veiðst 18 laxar en 93 í fyrra. Loks eru komnir 12 laxar í Hrútafjarðará og Síká þar sem 22 höfðu veiðst í fyrra.

Séu aflatölurnar lagðar saman má sjá á heildaraflinn nú er 339 fiskar á móti 905 á síðasta ári.

„Veiði síðustu veiðiviku ber með sér að vatnsbúskapur hefur sumstaðar færst í betra horf og betri veiði fylgt í kjölfarið. Það er töluvert léttara yfir mönnum miðað við vikuna á undan og er það skiljanlegt enda fordæmalaust ástand hvað vatnsbúskap varðar. Aðeins er farið að bera á smálax og er hann vel á sig kominn en það gildir einnig um stórlaxinn víðast hvar. Aðstæður í hafi virðast hafar verið hagstæðar hvað fæðu varðar og þetta lofar góðu," segir á angling.is. 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir