Blönduósbær tekur nýja heimasíðu í notkun

Skjáskot af hinni nýju heimasíðu Blönduóssbæjar.
Skjáskot af hinni nýju heimasíðu Blönduóssbæjar.

Blönduósbær hefur tekið í notkun nýja heimasíðu með það að markmiði að gera upplýsingar aðgengilegri og miðla þannig betri upplýsingum til íbúa sveitarfélagsins og annarra áhugasamra, eins og segir í tilkynningu á hinni nýju síðu.  Þar segir að vefsíðan verði í stöðugri þróun og séu flestar upplýsingar sem voru á eldri vefsíðunni nú komnar inn á nýju síðuna en smátt og smátt verði þær uppfærðar og það lagað sem betur má fara. 

Einnig eru þeir sem hafa góðar hugmyndir og ábendingar varðandi heimasíðuna hvattir til að hafa samband á netfangið katrin@blonduos.is

Fleiri fréttir