Brains for Europe :: Erasmus+ styrkur til Blönduskóla

Blönduskóli fékk styrk til þess að taka þátt í Erasmus+ verkefni sem heitir „Brains for Europe. Með Erasmus+ gefst menntastofnunum og aðilum sem sinna menntun á öllum skólastigum tækifæri til að auka alþjóðavæðingu í skólastarfi, miðla eigin reynslu og sækja þekkingu til annarra Evrópulanda. Markmið verkefnisins Brains for Europe er að kynna nám í taugavísindum í grunnskólum og með því að  kenna börnum á aldrinum 12 og 16 ára hvernig heilinn virkar og hvernig þau geta nýtt sér þessa visku til þess að bæta sig í námi.

Samstarfsaðilar Blönduskóla eru grunnskólar frá Pólandi, Spáni, Rúmeníu og Tyrkland en stjórnandi verkefnisins er Taugavísindadeild háskólans í Valladolid University (Spánn). Auk þess taka tvö fyrirtæki frá Spáni, Mares Virtuales og Premium Research, þátt í verkefninu.

Í maí fara tveir kennarar Blönduskóla, Sonja Suska (stjórnandi verkefnis/enskukennari) og Lilja Jóhanna Árnadóttir (náttúrufræðikennari) og skólastjórinn Þuríður Þorláksdóttir til Spánar til þess að fá kennslu í taugavísindum og þróa námsefni fyrir börnin. Brains for Europe verður síðan í boði næsta haust sem valfag fyrir börn á unglingastigi. Alls geta 15 börn tekið þátt.

Sjá vefsíðu verkefnisins HÉR

/Fréttatilkynnig

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir