Breyting á aðalskipulagi Húnavatnshrepps samþykkt

Húnavellir: Mynd: Mats.is.
Húnavellir: Mynd: Mats.is.

Sveitarstjórn Húnavatnshrepps samþykkti á síðasta fundi sínum breytingatillögu sem gerð var á aðalskipulagi sveitarfélagsins vegna fjölgunar á efnistökustöðum, nýs verslunar- og þjónustusvæðis að Sveinsstöðum og nýs athafnasvæðis á Húnavöllum. Breytingatillagan var auglýst frá 10. júlí með umsagnarfresti til 21. ágúst.

Umsagnir bárust frá Skipulagsstofnun, forsætisráðuneyti, Heilbrigðiseftirliti Nv, Landgræðslu ríkisins, Samgöngustofu, Vegagerðinni, Ferðamálastofu, Umhverfisstofnun og Landsneti.

Skipulags- og skipulagsnefnd Húnavatnshrepps mun því senda aðalskipulagstillöguna til Skipulagsstofnunar til staðfestingar.

Fleiri fréttir