Breyttar reglur vegna COVID-19 á morgun

Á morgun, mánudaginn 15. júní, tekur gildi auglýsing heilbrigðisráðherra um frekari tilslökun á samkomubanni vegna COVID-19. Í frétt á vef heilbirgðisráðuneytisins segir að meginbreytingin felist í því að fjöldamörk á samkomum hækka úr 200 í 500. Núgildandi takmarkanir á gestafjölda sundlauga og líkamsræktarstöðva við 75% af leyfilegum hámarksfjölda falla jafnframt niður. Aðrar breytingar verða ekki.

Á morgun tekur einnig gildi ný reglugerð heilbrigðisráðherra sem varðar sóttkví, einangrun og sýnatöku við landamæri Íslands vegna COVID-19. Samhliða taka gildi fagleg fyrirmæli landlæknis sem ráðherra hefur staðfest, um ábendingar fyrir gjaldfrjálsri sýnatöku hjá þeim sýna einkenni COVID-19 auk þess sem breytingar á reglugerð um sóttvarnaráðstafanir taka gildi. Verður nú öllum sem koma til Íslands og hafa dvalið meira en sólarhring síðastliðna 14 daga í löndum sem sóttvarnalæknir skilgreinir sem áhættusvæði skylt að fara í sóttkví í 14 daga frá komunni til landsins, nema þeir kjósi að fara í sýnatöku þess í stað og uppfylli skilyrði fyrir sýnatöku á landamærum, að þvíer segir í tilkynningu á vef heilbrigðisráðuneytisins.

Sjá einnig auglýsingu heilbrigðisráðherra varðandi takmarkanir á samkomum vegna farsóttar og minnisblað sóttvarnalæknis varðandi afléttingu takmarkana á samkomum vegna COVID-19. Einnig reglugerð um sóttkví, einangrun og sýnatöku á landamærum.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir