Dimmalimm á Blönduósi

Kómedíuleikhúsið sýnir leikritið Dimmalimm í Félagsheimilinu á Blönduósi sunnudaginn 5. maí næstkomandi klukkan 16:00. Leikritið hefur verið sýnt í Þjóðleikhúsinu við miklar vinsældir núna í vor. Dimmalimm er án efa eitt ástsælasta ævintýri þjóðarinnar.

Sagan er eftir listamanninn Mugg frá Bíldudal og fjallar ævintýrið um prinsessuna Dimmalimm sem eignast góðan vin sem er stór og fallegur svanur. En einsog í öllum góðum sögum þá gerist eitthvað óvænt og ævintýralegt.

Höfundar: Elfar Logi Hannesson, Þröstur Leó Gunnarsson
Leikari: Elfar Logi Hannesson
Sögumaður: Arnar Jónsson
Dimmalimm: Vigdís Hrefna Pálsdóttir

Pétur: Sigurður Þór Óskarsson
Tónlist: Björn Thorodssen
Lýsing: Magnús Arnar Sigurðarson
Brúður: Alda Veiga Sigurðardóttir, Marsibil G. Kristjánsdóttir

Leikmynd: Elfar Logi Hannesson, Marsibil G. Kristjánsdóttir, Þröstur Leó Gunnarsson
Leikstjórn: Þröstur Leó Gunnarsson

Aðgangseyrir er kr. 2.000.
/Fréttatilkynning

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir