Einhverstaðar einhvern tímann aftur

Kvennakórinn Sóldís í sínu fínasta pússi. Mynd:Bríet Guðmundsdóttir
Kvennakórinn Sóldís í sínu fínasta pússi. Mynd:Bríet Guðmundsdóttir

Kvennakórinn Sóldís var stofnaður haustið 2010 af þremur konum í Skagfirði, þeim Drífu Árnadóttur á Uppsölum, Írisi Olgu Lúðvíksdóttur í Flatatungu og Sigurlaugu Maronsdóttur á Sauðárkróki. Á hverju ári frá stofnun hefur kórinn frumflutt prógramm söngársins á konudaginn og boðið upp á kaffihlaðborði eftir tónleika. Nú verður engin breyting á. Nú verður engin breyting á.

Að þessu sinni flytur kórinn lög eftir Magnús Eiríksson sem óhætt er að segja að hann sé einn af fremstu tónlistarmönnum íslenskrar tónlistarsögu þegar kemur að laga- og textasmíð. Magnús á líklega einhvers konar met þegar kemur að stórsmellum og sígildum popplögum. Kórstýran Helga Rós Indriðadóttir á heiðurinn af þemavali kórsins og eftir stífar æfingar verða herlegheitin frumflutt næskomandi konudag, sunnudaginn 25. febrúar kl. 15:00 í Miðgarði og að sjálfsögðu er kaffihlaðborð að loknum tónleikum eins og verið hefur. Undirleikari kórsins og hljómsveitarstjóri er Rögnvaldur Valbergsson og með honum verða þeir Steinn Leó Sveinsson á bassa, Sigurður Björnsson á trommum og Guðmundur Ragnarsson á gítar. Einsöngvarar með kórnum eru, Elín Jónsdóttir, Helga Rós Indriðadóttir og systurnar frá Álftagerði þær Kristvina og Gunnhildur Gísladætur. Strax helgina eftir ætla Sóldísir síðan að bregða sér af bæ, suður yfir heiðar, og halda tónleika í Víðistaðakirkju í Hafnarfirði 2. mars kl. 16:00 og að sjálfsögðu í nærumhverfinu Blönduósi, Hofsósi og Sauðárkróki áður en söngárinu lýkur fyrir sauðburð.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir