Einn í einangrun á Norðurlandi vestra

Aðeins einn situr í einangrun á Norðurlandi vestra samkvæmt upplýsingum aðgerðastjórnar almannavarna svæðisins og sóttkvíarlistinn er auður. „Þetta lítur betur og betur út hjá okkur og við skulum bara vona það besta,“ segir á Facebooksíðu lögregluembættisins. Þar segir einnig að ný tafla komi ekki fyrr en eftir helgi, nema eitthvað sérstakt breytist. Sá eini sem er skráður á listann sætir einangrun í póstnúmerinu 551.

Alls greindust tíu innanlandssmit sl. sólarhring og eru því staðfest smit frá 28. febrúar komin í 5.251. Nú eru 232 í einangrun, 52 á sjúkrahúsi og þrír á gjörgæslu.
Alls hafa 205.886 sýni verið tekin innanlands en þeir sem lokið hafa einangrun eru komnir í tæp fimm þúsund manns.
Af þeim sem greinst hafa með COVID-19 á Íslandi eru 26 látin, lest þeirra á aldursbilinu 80-89 ára eða þrettán talsins, samkvæmt Covid.is. Sex hinna látnu voru komin yfir nírætt, fjórir milli 70-79 ára, tveir 60-69 ára og einn á fertugsaldri. 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir