Er þjóðarbúið sjálfbært og þjóðarheimilið blessað?

Háskólinn á Hólum verður vettvangur 13. ráðstefnunnar um íslenska þjóðfélagið, sem hefst á morgun 16. maí. Alls verða flutt 64 erindi af ýmsum fræðasviðum samfélagsins á þeim tveimur dögum sem hún stendur yfir. Ráðstefnan er á vegum háskólanna og haldin reglulega á mismunandi stöðum á landinu og núna í Háskólanum á Hólum.  

Anna Vilborg Einarsdóttir, lektor við ferðamáladeild Háskólans á Hólum, segir að lykilfyrirlesari fyrri daginn verði Norðmaðurinn Svein Harald Øygard hagfræðingur og ráðgjafi í efnahagsmálum. Erindi hans ber heitið Frá vesæld til velsældar: Er íslenska þjóðarbúið nú sjálfbært og þjóðarheimilið blessað? Svein Harald hefur skrifað bók um íslenska hrunið.

Lykilfyrirlesari 17. maí er Sólveig Anna Bóasdóttir, prófessor í guðfræðilegri siðfræði. Erindi hennar ber heitið Trú og loftslagsbreytingar; framlag kristins fólks til umræðunnar.

Aðrir fyrirlestrar koma úr eftirfarandi flokkum: Efnahagsmál, menntamál, vinnumarkaður, ferðamál, þjóðmenning og innflytjendamál, sumardvöl barna í sveit, samfélag og samfélagslegar áskoranir, byggðamál, náttúruvísindi og rannsóknir og birtingar.

Finna má nánari upplýsingar HÉR

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir