Eyþór Franzon Wechner leikur í Hallgrímskirkju

Eyþór Franzson Wechner. Mynd: listvinafelag.is.
Eyþór Franzson Wechner. Mynd: listvinafelag.is.

Organisti Blönduósskirkju, Eyþór Franzon Wechner, verður meðal organista sem leika á orgel á Alþjóðlegu orgelsumri í Hallgrímskirkju. Það er Listvinafélag Hallgrímskirkju sem stendur að tónleikaröðinna en listrænn stjórnandi er Hörður Áskelsson kantor Hallgrímskirkju.

Í sumar býður Alþjóðlegt orgelsumar í Hallgrímskirkju upp á þrenna tónleika í viku á tímabilinu 22. júní til 28. ágúst, alls 29 tónleika. Á tónleikunum koma fram framúrskarandi organistar frá sex þjóðlöndum sem leika á Klais orgel Hallgímskirkju. Íslenskir organistar koma fram á vegum Félag Íslenskra Organleikara í samvinnu Alþjóðlegt orgelsumar á fimmtudögum kl. 12. Einnig verða tónleikar á laugardögum kl. 12 og á sunnudögum kl. 17.

Tónleikar Eyþórs verða í hádeginu fimmtudaginn 11. júlí og fer miðasala fram við innganginn og á midi.is.

Dagskrá Alþjóðlegs orgelsumars má finna hér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir