Færðu Hollvinasamtökum Heilbrigðisstofnunarinnar rausnarlega gjöf

Frá vinstri: Sigurlaug Hermannsdóttir, formaður Hollvinasamtaka Heilbrigðisstofnunarinnar á Blönduósi, Þóra Sverrisdóttir, formaður SAHK, Guðbjörg Haraldsdóttir, vararitari, Linda Björk Ævarsdóttir, varagjaldkeri, Ingibjörg Sigurðardóttir, gjaldkeri, Sigríður Eddý Jóhannesdóttir, ritari og Guðrún Sigurjónsdóttir, varaformaður. Mynd:FE
Frá vinstri: Sigurlaug Hermannsdóttir, formaður Hollvinasamtaka Heilbrigðisstofnunarinnar á Blönduósi, Þóra Sverrisdóttir, formaður SAHK, Guðbjörg Haraldsdóttir, vararitari, Linda Björk Ævarsdóttir, varagjaldkeri, Ingibjörg Sigurðardóttir, gjaldkeri, Sigríður Eddý Jóhannesdóttir, ritari og Guðrún Sigurjónsdóttir, varaformaður. Mynd:FE

Samband austur-húnvetnskra kvenna, SAHK, hélt aðalfund sinn þann 2. maí. Við það tilefni afhenti sambandið Hollvinasamtökum Heilbrigðisstofnunarinnar á Blönduósi myndarlega fjárhæð sem var m.a. afrakstur skemmtikvölds sambandsins sem haldið var í tilefni 90 ára afmælis þess í lok nóvember á síðasta ári.

Fjárhæðin sem konurnar afhentu hljóðaði upp á 728 þúsund krónur og er ætluð til kaupa á baðlyftu fyrir heilbrigðisstofnunina. Þóra Sverrisdóttir, formaður samtakanna, greindi frá því við afhendinguna að innkoma skemmtikvöldsins hefði verið rúmar 400 þúsund krónur en að auki hefðu sveitarfélögin á svæðinu veitt styrk upp á 320 þúsund krónur. Sigurlaug Hermannsdóttir, formaður Hollvinasamtakanna, veitti gjöfinni viðtöku og kvaðst orðlaus yfir rausnarskap kvenfélagskvenna sem væru aldeilis ekki að styðja við samtökin í fyrsta sinn. „Ég er svo stolt af sjúkrahúsinu og það er dásamlegt hvað margir eru meðvitaðir um að ef við leggjum í púkk getum við lyft grettistaki,“ sagði Sigurlaug.

 

Í SAHK eru sex kvenfélög og eru félagsmenn um 80 talsins. Félögin eru mikilvægur félagsskapur sem hlúir að líknarmálum, menningarmálum, menntamálum, og umhverfismálum, fyrst og fremst í heimahéraði. Á árinu 2018 létu kvenfélögin í SAHK samtals um 1,5 milljónir króna af hendi rakna til hinna ýmsu góðu málefna.  /FE

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir