Fengju 705 milljónir í sameiningarstyrk

Sveitarfélagið Skagaströnd fengi 147 milljónir í sameininngarstyrk. Mynd:FE
Sveitarfélagið Skagaströnd fengi 147 milljónir í sameininngarstyrk. Mynd:FE

Sveitarfélög geta nú kynnt sér hversu hár sameiningarstyrkur kæmi frá ríkinu ef samþykkt yrði að sameinast öðru sveitarfélagi. Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið hefur nú í fyrsta sinn birt í samráðsgátt tillögur að nýjum reglum um styrki Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga sem ætlaðir eru til að greiða fyrir sameiningu og fengju sveitarfélögin fasta upphæð óháð því hverjum þau sameinast. Fjallað var um nýju reglurnar í hádegisfréttum RÚV í gær.

Samkvæmt reglunum fengju þau sveitarfélög í Austur-Húnavatnssýslu sem nú eiga í sameiningarviðræðum, Húnavatnshreppur, Blönduósbær, Skagabyggð og Skagaströnd, samtals 705 milljónir króna í sameiningarstyrk ef af sameiningu yrði. 

Nú stendur yfir á Grand hóteli í Reykjavík sérstakt aukalandsþing Sambands íslenskra sveitarfélaga til að fjalla um tillögu til þingsályktunar um stefnumótandi áætlun í málefnum sveitarfélaga fyrir árin 2019-2033 og aðgerðaráætlun fyrir árin 2019-2023. Valgarður Hilmarsson, formaður starfshóps sem vann grænbók um stefnumótandi áætlun um málefni sveitarfélaga er frummælandi um málið ásamt Sigurðuri Inga Jóhannssyni, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra. Dagskrá aukalandsþingsins má sjá hér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir