Fimm umferðaróhöpp um helgina Norðurlandi vestra

Á Norðurlandi vestra er hálka eða hálkublettir á flestum leiðum svo ökumenn eru hvattir til að aka varlega. Mynd. PF.
Á Norðurlandi vestra er hálka eða hálkublettir á flestum leiðum svo ökumenn eru hvattir til að aka varlega. Mynd. PF.

Í umdæmi lögreglunnar á Norðurlandi vestra urðu fimm umferðaróhöpp um helgina. Aðallega er um bílveltur að ræða ásamt einni aftanákeyrslu. Á Facebooksíðu Lögreglunnar á NV kemur fram að sem betur fer urðu ekki alvarleg slys á fólki.

„Við viljum minna fólk á að fara sérstaklega varlega en mikil ísing er á vegum. Komum heil heim!,“ segir í tilkynningu lögreglunnar.

Gul viðvörun er í gildi fyrir Suður- og Suðausturland en þar ríkir mikið hvassviðri. Gengur í austan 15-23 m/s, en staðbundið 23-28 m/s undir Eyjafjöllum, í Landeyjum og Fljótshlíð með vindhviður að 45 m/s. Ökumenn fari varlega á þessum slóðum. Hvöss norðaustanátt er á Kjalarnesi og við Hafnarfjall með vindhviðum 35-40 m/s.

Á Norðurlandi vestra er hálka eða hálkublettir á flestum leiðum, ágætis veður, austlæg átt 3-10 m/s og skýjað með köflum. Gengur í norðaustan 10-18 í nótt og fer að rigna, hvassast á annesjum, en lægir í fyrramálið og styttir upp síðdegis á morgun. Hiti 1 til 6 stig.  

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir