Finnur lykt af laufabrauði langt upp á fjöll

Gáttaþefur er ellefti jólasveinninn. Hann er með gríðarstórt nef og finnur lykt af laufabrauði langt upp á fjöll. Þá trítlar hann til bæja, enda veikur fyrir lyktinni, og stingur hausnum inn um gættina til að drekka hana í sig.Tekið af mjolk.is.
Gáttaþefur er ellefti jólasveinninn. Hann er með gríðarstórt nef og finnur lykt af laufabrauði langt upp á fjöll. Þá trítlar hann til bæja, enda veikur fyrir lyktinni, og stingur hausnum inn um gættina til að drekka hana í sig.Tekið af mjolk.is.

Af hverju hafa hundar betra lyktarskyn en menn? er spurt á Vísindavefnum en lyktarskynið er eitt mikilvægasta skynfæri hunda. Maður gæti allt eins spurt: af hverju er Gáttaþefur með svona gott lyktarskyn. Villtir hundar og úlfar reiða sig á gott lyktarskyn bæði við veiðar og í félagslegum samskiptum. Hjá forverum hunda virðist því lyktarskynið hafa þróast við aðlögun að umhverfinu og félagslegum aðstæðum. Þeir hundar sem hafa haft gott lyktarskyn hafa sennilega bæði staðið sig betur við veiðar og átt auðveldara með samskipti. Þetta gæti eins vel átt við jólasveininn sem kom í nótt, Gáttaþef og ég skora á þig að setja „jólasveinar“ í stað „hunda“ í svarinu hér fyrir ofan.

Ellefti var Gáttaþefur
-aldrei fékk sá kvef,
og hafði þó svo hlálegt
og heljarstórt nef.

Hann ilm af laufabrauði
upp á heiðar fann,
og léttur, eins og reykur,
á lyktina rann.

Á heimasíðu Jólamjólkur er hægt að finna góðar uppskriftir m.a. piparköku með kanil-rjómaostakremi, sem er einmitt í uppáhaldi hjá Gáttaþef. Sjá HÉR. 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir