Fluiding myndlistarnámskeið á Norðurlandi

Föndurskólinn Óskastund er að fara í hringferð um landið með fluiding myndlistarnámskeið og munu gera stans á Norðurlandi. Fyrstu námskeiðin verða á Hvammstanga 11. maí kl. 14. og Blönduósi sama dag kl.18. Þá er haldið á Sauðárkrók daginn eftir þann 12. maí og hefst námskeið þar kl.11 áður en farið er til Siglufjarðar kl. 14 og Dalvíkur kl.16. Á Akureyri verða þrjú námskeið mánudaginn 13. maí kl. 12, 13 og 18.

Guðfinna Rósantsdóttir annar leiðbeinenda segir að á námskeiðinu verði blandað saman málningu og sílikoni og látið fljóta yfir striga eða hringlaga tréplatta. Námskeiðið kostar kr.8000 ef gerðir eru tveir strigar en kr.10.000 ef gerðir eru tveir hringlaga tréplattar. Auk Guðfinnu leiðbeinir Haraldur Ingi Magnússon einnig á námskeiðinu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir