Framjóðendur VG í Norðvesturkjördæmi með málefnafund á laugardaginn

Bjarni Jónsson, Lárus Ástmar Hannesson, Lilja Rafney Magnúsdóttir, María Hildur Maack, Nanný Arna Guðmundsdóttir, Sigríður Gísladóttir, Þóra Magnea Magnúsdóttir og Þóra Margrét Lúthersdóttir. Mynd aðsend.
Bjarni Jónsson, Lárus Ástmar Hannesson, Lilja Rafney Magnúsdóttir, María Hildur Maack, Nanný Arna Guðmundsdóttir, Sigríður Gísladóttir, Þóra Magnea Magnúsdóttir og Þóra Margrét Lúthersdóttir. Mynd aðsend.

Í frétt í gær var rangt farið með þátttakendur á fyrsta málefnafundi af þremur, með framjóðendum í forvali VG fyrir komandi kosningar. Sagt var að sá fundur yrði með frambjóðendum í Norðvesturkjördæmi í kvöld en rétt er að fundurinn verður í Suðvesturkjördæmi og hefst kl. 20:00 í kvöld. Fundurinn með frambjóðendum í Norðvesturkjördæmi fer fram laugardaginn 10. apríl, kl. 12:00

Á fundunum verða atvinnu- samgöngu- og loftslagsmál sérstaklega til umræðu en þeir verða öllum opnir á Zoom en einnig verður þeim streymt af Facebook-síðu VG.

Frestur til að skrá sig í VG til að taka þátt í forvali í Norðvesturkjördæmi hefur verið framlengdur um sólarhring vegna þess að heimasíða VG lá niðri sl. þriðjudag. Fresturinn er til 13. apríl kl. 23.59.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir