„Get talað endalaust um kaffi“

Vala Stefánsdóttir kaffikona. MYND GG
Vala Stefánsdóttir kaffikona. MYND GG

Vala tekur á móti blaðamanni Feykis á heimili sínu, Páfastöðum 2 í Skagafirði, þar sem þær Vala Stefánsdóttir og Rannveig Einarsdóttir hafa búið sér fallegt heimili og eru langt komnar með að útbúa litla kaffibrennslu í skúrnum sem á sumum heimilum er byggður fyrir bíla. Vala hefst strax handa við að útbúa kaffi handa blaðamanni, sem er venjulegur leikmaður þegar kemur að kaffi – kaupir Grænan Braga í búðinni og hellir upp á kaffi í venjulegri kaffivél og hellir því svo á brúsa, drekkur það svo svart og sykurlaust. Það er ekki ferlið sem Vala tekur blaðamanninn með sér í. Hún byrjar á að setja kaffibaunir í kvörn, sem koma frá samnefndu fyrirtæki, Kvörn, sem Vala er hluthafi í. Hún hellir „upp á gamla mátann“ eins og blaðamaður hefur heyrt sagt um aðferðina hennar Völu. Hún malar kaffið í kvörninni og hellir svo soðnu vatni yfir það. Það er kúnst, því bleyta þarf fyrst upp í öllu kaffinu og hægt er að segja til um ferskleika kaffisins eftir loftbólumynduninni þegar vatnið fer yfir kaffið. – Það er vel hægt að fullyrða að fyrir Völu er kaffi ekki bara kaffi.

Skráðu þig inn til að lesa

Þú getur valið um þrjár áskriftarleiðir:

Leið 1 (blað og rafrænn aðgangur)

Færð blaðið inn um lúguna í hverri viku, rafrænan aðgang að pdf útgáfunni og að læstum fréttum inn á feykir.is.
Kostar 2.895 kr. á mánuði m/vsk (2.608 án/vsk).
Það eru alltaf fjögur blöð í mánaðaráskriftinni.

Leið 2 (rafrænn aðgangur að pdf útgáfu blaðsins)

Færð rafrænan aðgang að pdf útgáfunni að Feyki og að læstum fréttum inn á feykir.is.
Kostar 1.990 kr. á mánuði m/vsk. (1.793 kr. án/vsk).

Leið 3 (rafrænn aðgangur í viku)

Færð rafrænan aðgang að nýjasta tbl. Feykis og læstum fréttum í viku inn á feykir.is.
Kostar 555 kr. vikan m/vsk. (500 kr. án/vsk).

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir